Tímamót í sögu KORNAX – Síðasta hveitið malað í Korngörðum

Nú hefur síðasta hveitið verið malað í hveitimyllu KORNAX í Korngörðum – og þar með lýkur merkum kafla í íslenskri matvælaframleiðslu. Myllan, sem hóf starfsemi árið 1986 í samstarfi við danska fyrirtækið Valsemøllen, hefur gegnt lykilhlutverki í því að tryggja hveiti fyrir íslenska neytendur um árabil.

Nú mun Valsemøllen í Danmörku annast mölun á hveiti fyrir KORNAX. Þessi breyting markar upphaf nýs kafla í starfsemi KORNAX, þar sem áhersla verður lögð á áframhaldandi gæði, stöðugleika í framboði og þróun vöruúrvals í takt við breyttar þarfir markaðarins.

Við hjá KORNAX viljum þakka starfsfólki myllunnar í Korngörðum fyrir ómetanlegt framlag í gegnum árin. Arfleifð þeirra lifir áfram í hverjum hveitipoka sem ber merki KORNAX – með rætur í íslenskri hefð og framtakssemi höldum við ótrauð áfram að þjónusta íslenskan hveitimarkað.

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana