Nú hefur síðasta hveitið verið malað í hveitimyllu KORNAX í Korngörðum – og þar með lýkur merkum kafla í íslenskri matvælaframleiðslu. Myllan, sem hóf starfsemi árið 1986 í samstarfi við danska fyrirtækið Valsemøllen, hefur gegnt lykilhlutverki í því að tryggja hveiti fyrir íslenska neytendur um árabil.
Nú mun Valsemøllen í Danmörku annast mölun á hveiti fyrir KORNAX. Þessi breyting markar upphaf nýs kafla í starfsemi KORNAX, þar sem áhersla verður lögð á áframhaldandi gæði, stöðugleika í framboði og þróun vöruúrvals í takt við breyttar þarfir markaðarins.
Við hjá KORNAX viljum þakka starfsfólki myllunnar í Korngörðum fyrir ómetanlegt framlag í gegnum árin. Arfleifð þeirra lifir áfram í hverjum hveitipoka sem ber merki KORNAX – með rætur í íslenskri hefð og framtakssemi höldum við ótrauð áfram að þjónusta íslenskan hveitimarkað.