Flýtilyklar
Bits
Fager CLAUDIA m/flötum bita
Fager CLAUDIA er hannað fyrir viðkvæma hesta.
Ef hesturinn þinn sýnir eitthvað af eftirfarandi hegðun:
- Óánægður með mélið sem þú notar núna
- Tregur til að samþykkja mélið
- Mikil vinna að fá hann til að taka taumsambandi án stífleika
- Togar tauminn úr höndum knapans
- Óstöðugur í taumsambandi
Lögun CLAUDIA mélsins og bragðgóður sætmálmurinn sem það er gert úr gerir það vinsælt hjá jafnvel kræsnustu og viðkvæmustu hestum.
Mélið fylgir náttúrulegri lögun munnsins, hefur stuttan bita sem liggur flatur á tungunni og truflar því ekkert góminn. Mélið brotnar út á tunguna, minnkar þrýsting ofan á miðju tungunnar og gefur jafnt álag yfir munninn.
Þegar CLAUDIA er notuð fyrir hesta með viðkvæma tungu muntu komast að því að þeir sætta sig við taumsambandið og byrja að hafa gaman af vinnunni og sætt bragðið hvetur hestinn til að sækja í taumsamband án þess að stífa sig á móti taumnum.
CLAUDIA hentar jafnvel hestum sem hafa náttúrulega lágan góm og stóra tungu og er afar erfitt að finna mél sem henta slíkri líkamsbyggingu.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.