Vinningsuppskriftir 2022

1.sæti

Bestu boltarnir

1.sæti

Innihald

Kökur

170 g smjör við stofuhita
150 g sykur
150 g púðursykur
1 tsk. Vanilludropar
1 Nesbú egg + eggjarauða
250 g Kornax hveiti
2 teskeið matarsódi
½ teskeið salt
100 g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
150 g mjólkursúkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Krem

50 g smjör
100 ml rjómi
200 g Besta settið frá Nóa Síríus
100 g flórsykur

Skraut

50 g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus (restin af pokanum)

Aðferð

Kveikið á ofni og stillið á 180 gráður með blæstri

Smjör þeytt þar til orðið alveg létt og loftkennt

Bætð sykri, púðursykri, vanilldropum og eggjum út í hrærivélina og þeytið vel saman og losið reglulega frá hliðum og botni skálarinnar

Blandið öllum þurrefnum vel saman í aðra skál og setjið út í blönduna. Hrærið saman við en passið að byrja rólega til að forðast hveitiský.

Takið súkkulaðidropa og saxið létt yfir til að minnka þá örlítið og bætið út í blönduna og hrærið. Losið vel frá hliðum.

Mótið litlar kúlur úr deiginu en hafið í huga að kökurnar stækka við bakstur. Setjið kúlurnar á ofnplötu klædda bökunarpappír og ýtið létt ofan á þær.

Bakið í 8 mínútr á 180 g með blæstri í ca. 8 mínútur. Ofnar geta verið misjafnir svo fylgist með kökunum.

Meðan kökurnar bakast og kólna útbúið kremið

Bræðið saman rjóma, smjöri og Besta settinu við miðlungs hita og hrærið stöðugt í. Leyfið blöndunni að kólna og hrærið þá flórsykri út í blönduna. Setjið kremið í sprautupoka og kælið í ísskáp í sirka klukkustund.

Sprautið kreminu á milli 2ja botna af kökum sem hafa kólnað og raðið saman.

Bræðið restina af hvítu súkkulaðidropunum við vægan hita, setjið í sprautupoka, klippið örlítið gat og sprautið línum langsum og þversum á kökurnar. Látið storkna áður en gengið er frá kökunum.

Höfundur
Linda Björk Markúsdóttir

 

2.sæti

Jólastjörnur

2.sæti

Innihald

Kökur

300 g Kornax hveiti
50 g malaðar möndlur (skinnlausar)
Rifinn börkur af einni sítrónu
100 g flórsykur
50 g rjómi
180 g kalt smjör
Möndluflögur

Krem

200 g Nóa Síríus ljósir súkkulaðidropar
50 g rjómi
4-5 matskeiðar lemon curd

 

Aðferð

Kökur
Hveiti, möndlmjöl, sítrónubörkur og flórsykur sett í skál og blandað saman.

Rjómi og smjör (í litlum bitum) sett saman við og hnoðað saman. Setjið deigið (flatt) í plast og kælið í sirka klukkustund.

Fletjið út þunnt og stingið út með stjörnuformi eða einhverju öðru formi. Athugið að helmingur af kökunum er efri hluti, hinn helmingurinn eru botnar.

Penslið mjólk á helminginn af kökunum og setjið möndluflögur ofan á.

Hitið ofninn i 180 g eða 160 g (blástur)

Setjið kökurnar á bökunarpappír á ofnplötu og bakið í sirka 10-12 mínútur eða þar til kökurnar eru ljósgylltar í brúnum.

Kælið kökurnar alveg.

Krem

Setjið rjómann í pott og hitið að suðu. Takið af hellunni og setjið súkkulaðið út í og hrærið vel eða þar til allt hefur blandast vel.

Kælið aðeins og blandið lemon curd-inu saman við. Kælið alveg (má setja í ísskáp).

Setjið kökurnar saman með kreminu.

Höfundur
Carola Ida Köhler

 

3.sæti

Dísur

3. sæti

Tvíbotna smákökur með hvítsúkkulaðihjúp og möndlubitum

Innihald

Fyrsti botn (mjúkur fljótandi)

56 g ósaltað smjör
60 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
50 g sykur
25 g púðursykur
17 g kakóduft frá Nóa Síríus
½ teskeið vanilludropar
¼ teskeið salt
1 egg frá Nesbú
32 g Kornax hveiti 

Seinni botn (súkkulaðibita smákaka)

115 g ósaltað smjör
100 g sykur
50 g púðursykur
1 teskeið vanilludropar
1 egg frá Nesbú
½ teskeið salt
½ teskeið lyftiduft
¼ teskeið matarsódi
160 g Kornax hveiti
170 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus

Aðferð

Smyrjið eldfast mót eða annað form og leggið bökunarpappír í mótið

Hitið ofninn í 175 gráður með blæstri

Fyrir fyrsta botn skal bræða smjörið og suðusúkkulaðið saman og bæta kakóduftinu út í þegar það hefur bráðnað

Hrærið sykrinum og púðursykrinum við smjörblönduna og bætið eggi og vanilludropunum út í. Þeytið vel (sirka 5 mínútur) og bætið hveitinu við.

Setjið deigið í þunnu lagi í mótið

Fyrir seinni botn skal fyrst þeyta saman smjörinu og sykrinum þar til létt og ljóst. Síðan bæta vanillu og eggi út í ásamt saltinu, lyftiduftinu og matarsódanum. Hveitið sett út í og hrært lítið ( þar til blandað)

Suðusúkkulaðið er hakkað og bætt við varlega með sleif.

Búið til litlar kúlur og dreifa ofan á fyrsta botninn þar til vel hulið.

Bakið í 30 mínútur.

Bræðið hvítt súkkulaði frá Nóa Síríus og dýfið köldum kökunum í hálfum í og dreifið möndlunum yfir.

Höfundur
Valdís María Guðmundsdóttir

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana