Skilareglur Líflands

Vöruskil

Ógallaðri vöru er hægt að skila innan 30 daga gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti eða merkingu frá Líflandi.

Vörum skal skilað í söluhæfu ástandi, bæði hvað varðar innihald og umbúðir.

Fyrir skilavöru í söluhæfu ástandi er hægt að fá inneignarnótu eða aðrar vörur í staðin. Inneignarnóta gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Upphæð inneignarnótu skal vera það verð sem kemur fram á kassakvittun. Liggi kassakvittun ekki fyrir skal upphæð inneignarnótu vera það verð sem gildir í versluninni þann dag sem skil eiga sér stað.

Vöru fæst ekki skilað ef hún er hætt í sölu hjá Líflandi, sérpöntuð eða útrunnin.

Flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.

Gallaðar vörur

Ef vara telst sannarlega gölluð fæst henni skilað eða skipt innan árs frá kaupum gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti eða merkingu frá Líflandi. Hægt er að skipta gallaðri vöru út fyrir nýja, fá inneignarnótu eða endurgreitt að fullu.

Gjafir/Gjafabréf

Gjafir er hægt að fá merktar með gjafamerki og er þá ekki þörf á að framvísa kassakvittun þegar vöru er skilað.

Gjafabréf sem Lífland gefur út eru dagsett og halda gildi sínu í fjögur ár frá útgáfudegi.

Útsala

Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu. Útsöluvörum er hægt að skila eða skipta í aðra útsöluvöru meðan á útsölu stendur.

Matvara, sáðvara og fóður

Af öryggisástæðum er hvorki hægt að skila né skipta matvörum, sáðvöru, áburði eða fóðri eftir afhendingu til viðskiptavina. Ef vara telst sannarlega gölluð fæst henni skipt í nýja vöru eða skilað gegn fullri endurgreiðslu.

Umbúðum til nota í matvælaiðnaði fæst ekki skilað eða skipt nema ytri umbúðir séu sannarlega órofnar.

Vefverslun

Vöru er hægt að skila innan 30 daga frá afhendingu gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta. Vara sem keypt er í vefverslun fæst endurgreidd innan 14 daga frá afhendingu. Fyrir skilavöru í söluhæfu ástandi er líka hægt að fá fulla endurgreiðslu í formi inneignarnótu eða aðrar vörur í staðin. Inneignarnóta gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana