Baileys súkkulaðikaka

Baileys súkkulaðikaka

Kakan

3 stk egg

5 dl sykur

7 dl Kornax hveiti

1 tsk matarsódi

2 tsk lyftiduft

200 gr smjörlíki

2 dl mjólk

2 dl Bailey´s Irish cream

2 tsk vanilludropar

1,5 dl Cadbury's kakó

Þeytið saman eggin og sykurinn svo það verði ljóst og létt. Setjið öll blautefni útí, síðan brætt smjörlíkið og að lokum þurrefnin. Bakið í þremur kökuformum við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur.

Sniðugt er að bræða súkkulaði (50-100 g) og láta það leka á smjörpappír þannig að úr verði einhverskonar munstur, láta það harðna og setja það síðan ofan á kökuna til skreytingar.

 

Kremið:

150 gr smjörlíki

1 bolli Cadbury's kakó

3 bollar flórsykur

1/2 bolli heit mjólk

2 tsk vanilludropar eða kaffi

Baileys bætt útí eftir smekk.

Bræðið smjörlíkið í potti og bætið kakóinu útí, síðan volgu mjólkinni, flórsykrinum, dropunum og að lokum Baileys eftir smekk. Kremið þykknar þegar það kólnar.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana