Vinningsuppskriftir 2024

1.sæti

BINGÓ Bombur
Höfundur: Sveindís Auður Rafnsdóttir og Sóley Sara Rafnsdóttir

1. sæti

Botn

  • 200 g Flórsykur
  • 4 eggjahvítur
  • 50 g sykur
  • 100 g Kornax hveiti
  • 200 g Fínt saxaðar möndlur
  • 2 tsk Lakkrísduft (Ralakrids frá Urtekram)

Fylling

  • 1 ½ dl Sykur
  • 1 ½ dl Vatn
  • 1 ½ dl Laktósafrír rjómi
  • 4 eggjarauður
  • 150 g smjör við stofuhita
  • 450 g Bingó kúlur frá Góu ( dökkt súkkulaði)

Hjúpur

  • 150 g Dropar – suðusúkkulaði

Botn

Hitið ofninn á 180 gráður á blástri

Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman þar til hvítt og loftkennt

Sigtið hveitið og flórsykurinn í blönduna og blandið varlega með sleif

Bætið möndlunum og lakkrísduftinu við og veltið því varlega inn í deigið

Setjið deigið í sprautupoka og sprautið á bökunarpappír í u.þ.b. 4 cm hringi

Bakið kökurnar í 15 mín og takið síðan út og leyfið þeim að kólna.

Fylling

Stífþeytið eggjarauðurnar í u.þ.b. 10 mín.

Setjið vatn og sykur í lítinn pott á meðal háan hita þar til það verður að sýrópi

Þegar sýrópið í pottinum fer að freyða er það tekið af hitanum og hellt hægt í mjórri bunu ofan í eggjarauðurnar á meðan hrærivélin þeytir. Þeytið áfram í 10 mín eða þar til blandan er ljós og þykk

Bætið síðan smjörinu við og þeytið í u.þ.b. 10 mín í viðbót

Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Setjið skál ofan á pottinn svo hún liggi ekki á vatninu.

Bætið Bingó kúlunum og ½ dl af rjómanum í skálina og leyfið því að bráðna saman.

Kælið Bingó karamelluna í 5-10 mín. Setjið síðan 1 dl af rjóma út í til að hjálpa til við kælingu.

Setjið kremið í kæli í 5 mín.

Setjið kremið ofan á kökurnar og smyrjið því í kúlulagað form.

Setjið kökurnar í frysti í 10 mín

Hjúpur

Takið aftur pottinn með vatninu og setjið hreina skál ofan á hann.

Setjið suðusúkkulaðið ofan í skálina og temprið það.

Dýfið helmingnum með bingókreminu á frosnu kökunum í súkkulaðið til að búa til hjúpinn

Síðan eru kökurnar geymdar í frysti þar til þær eru bornar fram

 

2. sæti

Saltkaramellukökur með pekanhnetukurli
Höfundur: Jón Hjörtur Hjartarson

2. sæti

  • 140 g smjör
  • 150 g púðursykur
  • 55 g sykur
  • 1 egg
  • 1 eggjarauða
  • ¾ teskeið salt
  • ½ teskeið lyftiduft
  • ¼ teskeið matarsódi
  • 170 g Kornax hveiti
  • 100 g Góu dökkt súkkulaði
  • 100g Góu mjólkursúkkulaði

Karamelluseraðar hnetur

  • 15 Góu rjómakaramellur
  • 2 matskeiðar rjómi
  • 100 g pekanhnetur (ristaðar)
  • Klipa af salti

Aðferð

Ristið pekanhneturnar við 175 gráður í 5-7 mínútur og saxið svo hneturnar í hæfilega bita

Setjið smjörið í pott á lágum til miðlungshita. Bræðið þangað til að smjörið fær ljósbrúnan lit. Passið vel að smjörið brenni ekki.

Bætið öllum sykrinum við og stillið á lægstu stillingu, hrærið stöðugt í 1-2 mínútur

Takið blönduna af hitanum og bíðið í 5 mínútur. Bætið eggjunum við og pískið í 1-2 mínútur eða þangað til að blandan verður slétt og létt í sér.

Bætið þurrefnunum við og hrærið rólega saman við. Setjið svo deigið í kæli í 10 mínútur.

Setjið karamellurnar og rjómann í pott og hrærið á lágum hita þangað til verður karamellusósa. Takið sósuna af hitanum og bætið pekanhnetunum út í. Passið að þekja allar hneturnar í sósu.

Gott er að geyma hluta af pekanhnetunum og saxaða súkkulaðinu til að setja ofan á kökurnar.

Takið kökudeigið úr kælinum og bætið söxuðu súkkulaði við og pekanhnetunukaramellunni og hrærið vel saman.

Kælið deigið í að minnsta kosti eina klukkustund. Notið ca. eina teskeið af deigi og mótið kúlur. Passið að raða þeim ekki of þétt á plötuna. Setjið saxaðar hnetur og saxað súkkulaði ofan á kúlurnar og þrýstið létt.

Stillið ofninn á 170 gráður (blástur) og bakið kökurnar í 8-10 mínútur.

Njótið

 

3. sæti

Lakkrís smákökur
Höfundur: Anna Marín Bentsdóttir

3. sæti

Smákökudeig

  • 200 g Kornax hveiti
  • 1 ½ tsk salt
  • ¾ tsk matarsódi
  • 170 g smjör
  • 200 g púðursykur
  • 50 g sykur
  • 1 egg
  • 2 eggjarauður
  • 2 tsk vanilludropar
  • 60 g Lindu mjólkursúkkulaði
  • 60 g Lindu suðusúkkulaði
  • 1 poki Hjúp lakkrís (150 g)

Aðferð

Setjið 113 g af smjörinu í pott og eldið yfir miðlungshita. Hrærið stöðugt þar til að smjörið brúnast og það kemur karamelluilmur af smjörinu. Takið það af hitanum og setjið í stóra skál. Bætið við 56 g af smjöri út í og leyfið því að bráðna.

Hrærið sykrinum saman við smjörið, síðan eggjunum og vanilludropunum.

Bætið hveiti, salti og matarsóda við smjörblönduna og hrærið þar til að næstum allt hveitið hefur blandast deiginu.

Hrærið söxuðu Lindu mjólkur- og suðusúkkulaðinu og hjúplakkrísbitunum saman við.

Skammtið deiginu með teskeið á plötu og bakið á 170 gráðum í 8 mínútur.

Látið kólna og byrjið á Bingófyllingunni.

Bingólakkrísfylling

  • 1 poki af Bingólakkrískúlum
  • 150 g rjómi

Aðferð

Setjið allt saman í lítinn pott og bræðið saman yfir miðlungs/lágum hita.

Hrærið stöðgt og passið að ekkert brenni í pottinum.

Hellið fyllingunni í skál þegar allt hefur bráðnað saman og látið kólna.

Súkkulaði lakkrís krem

  • 4 eggjarauður
  • 1 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 150 g smjör
  • 60 g af Bingófyllingunnni
  • 15 g kakó

Aðferð

Þeytið eggjarauðurnar í hrærivél þar til léttar og ljósar.

Hitið vatn og sykur í potti þar til það verður að sýrópi, í kringum 110-118 gráður ef þið eruð með hitamæli.

Hellið sýrópinu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu niður hlið skálarinnar og haldið áfram að þeyt þar til blandan hefur alveg kólnað.

Skerið smjörið í teninga og bætið einum og einum út í þar til kremið kemur saman.

Hrærið kakóinu og bingófyllingunni út í kremið.

Setjið kremið í sprautupoka og klippið frekar lítið gat á endann og setjið til hliðar.

Samsetning

Takið 2 kökur og leggið þær á hvolf, sprautið hring af Bingókreminu meðfram kantinum á einni kökunni og skiljið eftir smá pláss í miðjunni.

Takið smá af Bingófyllingunni sem var eftir og fyllið í miðjuna með lítilli teskeið eða sprautupoka. Setjið hina smákökuna ofan á og endurtakið með hinar kökurnar.

Kælið kökurnar inni í ísskáp í u.þ.b. 30 mínútur

Bræðið eða temprið suðusúkkulaði og dýfið helmingnum af kökusamlokunni ofan í og leggið á smjörpappír.

Látið súkkulaðið harðna og njótið!

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana