Dönsk eplakaka
Eplakaka að dönskum hætti
1 1/2 dl matarolía
1 dl súrmjólk
275 gr sykur
150 gr púðursykur
korn af 1/2 vanillustöng
100 gr hnetur t.d. valhnetur-heslihnetur
275 gr Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/4 tsk kardemommur
1/4 tsk negull
1/4 tsk engifer
4 egg
750 gr epli skorin í littla teninga, gul/græn
Stillið ofninn á 175°c
Hrærið olíu, súrmjólk, sykur, púðursykur og vanillukornin saman. Saxið hnetur smátt. Sigtið Kornax hveitið, kryddin og lyftiduftið saman í skál. Smyrjið springform 22-24 cm og dreifið hökkuðum hnetum í botninn á forminu.
Hrærið eggin í sykurblönduna, þegar það er komið saman við setjið þá mjölið út í og vinnið saman. Hellið svo hluta af deiginu í formið þar næst setjið þið epli og aftur deig yfir. Setjið svo restina af eplunum efst. Setjið kökuna í ofninn í u.þ.b. 1 klst.
Ráð/tips:
Einnig er hægt að setja kökuna í 2 minni form við það styttist bökunartíminn.