Sigurvegarinn að þessu sinni reyndist vera Sigríður María Sigmarsdóttir, en hún var í þriðja sæti 2012, og hlaut hún vegleg verðlaun að launum eða glæsilega KitchenAid hrærivel frá Einari Farestveit, KORNAX hveiti í baksturinn, árs áskrift að Gestgjafanum, gjafakörfu frá Nóa Siríus, úttekt í Nettó að upphæð 30.000 kr, smakkseðil fyrir tvo á Fiskmarkaðnum eða Grillmarkaðnum og Lukué markrónusett frá versluninni Kokku að upphæð 10.000 kr. Dómarar voru sammála um að kökurnar hennar væru fyllilega þess verðar að hljóta nafngiftina Jólasmákakan 2013.
1. sæti Sigríður María Sigmarsdóttir
Pekanhnetukökur
Deig:
220 g smjör
80 g rjómaostur
75 g sykur
2 1/2 dl KORNAX hveiti
1 tsk. möndludropar
100 g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Siríus
Stillið ofn á 180°C. Hrærið vel saman smjör, rjómaost og sykur. Bætið hveiti, möndludropum og hvítu súkkulaðidropunum saman við og hrærið þar til allt er vel samlagað. Setjið deigið í kæli í u.þ.b. 15 mín. (þá er auðveldara að vinna með deigið). Búið til litlar kúlur(á stærð við teskeið) úr deiginu og setjið í lítið múffuform. Þrýstið deiginu vel niður í formið og upp með hliðunum þannig að það myndi einskonar skál fyrir fyllinguna. Setjið fyllingu ofan í holuna og bakið í 15 mín., til skrauts má bræða afganginn af súkkulaðidropunum og sprauta yfir kökurnar. Látið kökurnar kólna og takið þær þá úr múffuforminu. Geymið gjarnan í frysti.
Fylling:
2 1/2 dl púðursykur
1 egg
1 msk. brætt smjör, kælt lítillega
1 tsk vanilludropar
100 g pekanhnetur
Setjið púðursykur, egg, smjör, vanilludropa og pekanhnetur saman í skál og hrærið saman.
Flýtilyklar
Vinningsuppskriftir 2013
Leit
Karfa
Skoða körfu
Karfan er tóm