Smáköku­samkeppni KORNAX 2024

Smákökusamkeppni Kornax 2024Smákökusamkeppni Kornax 2024

Kornax og Góa

Smákökusamkeppni Kornax og Góu er lokið 

Í fyrsta sæti lentu Sveindís Auður og Sóley Sara Rafnsdætur með BINGÓ Bombu, í öðru sæti lenti Jón Hjörtur Hjartarson með Saltkaramellukökur með pekankurli og í þriðja sæti lenti Anna Marín Bentsdóttir með Lakkrís smákökur.

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum um leið öllum þeim fjölmörgu sem sendu okkur kökur í keppnina.

>> Hér má sjá vinnningsuppskriftirnar


 

Um keppnina
Smákökusamkeppni Kornax þekkja orðið flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í henni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Líkt og áður verða vegleg verðlaun veitt fyrir þrjár bestu smákökurnar og að auki fá allir sem senda inn smákökur í keppnina glaðning frá Kornax og Góu. 

Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum er heimil þátttaka.

Keppnistilhögun:

  • Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Góu, en það geta verið vörur frá Góu, Lindu og Appolo. 
  • Dæmt er eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn eru einsleit og vel unnin.
  • Miðað er við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál.
  • Senda þarf um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni.  Rétt nafn, símanúmer og uppskrift er látið fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
  • Allir sem senda inn kökur í keppnina fá glaðning frá Kornax og Góu.

Kökunum þarf að skila inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 13. nóvember. 

Veitt eru vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum

Samstarfsaðilar 2024

1. Sæti

  • KitchenAid hrærivél (Artisan 185 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali.
  • Gjafabréf að upphæð kr. 50.000 frá Nettó
  • Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk Hveragerði
  • Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið Austurstræti
  • Aðgangur að Hvammsvík - 2x Comfort aðgangur með handklæði, drykk og vaðskóm
  • Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • Glæsileg gjafakarfa frá Góu
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti í baksturinn

2. Sæti

  • Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó
  • Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Apótekið í Afternoon Tea
  • Aðgangur að Hvammsvík - 2x Classic aðgangur
  • Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • Glæsileg gjafakarfa frá Góu
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti í baksturinn

3. Sæti

  • Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó
  • Aðgangur að  Hvammsvík - 2x Classic aðgangur
  • Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • Glæsileg gjafakarfa frá Góu
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti í baksturinn


Dómarar :
- Kolbrún Haraldsdóttir - Góa
- Róbert Óttarsson - Kornax
- Dísa Sigurðardóttir - Rafland
- Dagný Marinósdóttir - sigurvegari keppninnar árið 2023
- Sigmar Vilhjálmsson - athafnamaður og matgæðingur

 Góða skemmtun!

Hveitipokar

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana