Marengsbomba
1 púðursykurmarengs
1/4-1/2 L rjómi
2 snickers
2 mars (eða það súkkulaði sem ykkur dettur í hug)
jarðaber
vínber
bláber
kiwi og þeir ávextir sem ykkur dettur í hug!
Marengsinn mulinn niður í form rjóminn þeyttur og blandað saman við marengsinn Súkkulaðið brytjað niður og bætt saman við Ávextirnir skornir niður og settir ofaná, gott að hafa mikið af þeim!
Það er mjög gott að setja réttinn inn í ísskáp í smá stund áður en hann er borinn fram því þá nær marengsinn að drekka aðeins rjómann í sig.