Fínt brauð
25 gr. ger
4 dl volgt vatn (37°C)
30 gr brætt smjör eða 2 msk olía
1-1 ½ tsk salt
450 gr Finax glútenfrítt mjölmix
Aðferð:
Leysið gerið upp í vatninu, þegar gerið hefur verið leyst upp bætið þá við restina af hráefninu saman við. Hrærið deigið á miðlungshraða í hrærivél í sirka 5 mínútur. Hellið síðan deiginu í aflangt form sirka 1,5 lítra. Látið brauðið síðan hefast undir rökum klút í sirka 35 mínútur. Bakið neðarlega í 200°C gráðu heitum ofni í sirka 25 mínútur.
Látið brauðið kólna með stykki yfir en ef að skorpan á að vera hörð/stökk þá er brauðið látið kólna án þess.