Kornaxbollan 2025

Elenora Rós bakariÞað er hún Elenora Rós bakari sem kemur með uppskrift að ljúffengum Kornax vatnsdeigsbollum þetta árið í tveimur útfærslum: Bragðarefurinn og Ostakökubollan. 

Vatnsdeigsbollur

40 g mjólk
70 g vatn
50 g smjör
1 tsk sykur
80 g  KORNAX Manitoba
2-3 Nesbú egg
1/4 tsk salt
Aðferð
  1. Byrjið á að hita mjólkina, vatnið, smjörið og sykurinn upp að suðu.
  2. Bætið hveitinu saman við og hrærið stanslaust þar til filma myndast á botninum á pottinum og deigkúla fer að myndast úr deiginu. Mikilvægt er að nota brauðhveiti svo bollurnar falli ekki og haldi formi. Deigið á að losna vel frá hliðum pottsins þegar það er tilbúið.
  3. Færið deigið í hrærivélaskál og hrærið þar til deigið er orðið volgt og þið getið snert það án þess að finna hita.
  4. Hrærið saman eggin og saltið til að brjóta upp eggin og blanda þeim vel saman við saltið.
  5. Bætið eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel inn á milli. Hrærið þar til deigið er ekki lengur stíft en heldur þó enn þá formi. Þegar það lekur af sleifinni í einskonar V formi þá er það tilbúið.
  6. Sprautið deiginu á pappírsklædda plötu með góðu millibili.
  7. Stillið ofninn á 220*C. Þegar ofninn er tilbúin eru bollurnar settar inn í ofninn og hitinn lækkaður í 190*C í 15 mínútur. Eftir 15 mínútur er hitinn lækkaður í 170*C og bakaðar áfram í 15-20 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og búnar að mynda góða skorpu að utan.

Bollur

Bragðarefurinn

Nóg fyrir u.þ.b 20 bollur
  • 1 pakki kókosbollur
  • 1 pakki fersk ber t.d. jarðaber eða hindber
  • 1 poki lakkrískurl
  • 1 krukka af nutella
  • 500 ml þeyttur rjómi
  1. Byrjið á að blanda saman þeyttum rjóma og kókosbollum.
  2. Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið Nutella á lokið á bollunum.
  3. Skerið næst hindberin.
  4. Fyllið bolluna með kókosbollurjóma, freskum berjum og stráið lakkrískurli yfir.
  5. Lokið bollunni og skreytið fallega.
  6. Skerið niður jarðarberin.

Ostakökubollan:

Nóg fyrir 15-20 bollur
  • 1 krukka berjasulta að eigin vali
  • 300 ml rjómi
  • 225 gr mascarpone rjómaostur
  • 86 g flórsykur
  • Biscoff kex
  1. Byrjið á að þeyta saman rjóma, flórsykur, mascarpone rjómaost ogg flórsykur þar til blandan er stífþeytt.
  2. Myljið næst kexið smátt.
  3. Skerið bollurnar í sundur og byrjið á að setja sultu í botninn á bollunni.
  4. Setjið rjómann fallega á bolluna og stráið kexinu yfir rjómann.
  5. Lokið bollunni og stráið flórsykri yfir bolluna til skrauts.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana