Gæðamál

Lífland leggur mikla áherslu á gæðamál í öllum deildum fyrirtækisins. Það er stefna Líflands að tryggja viðskiptavinum sínum að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar og þarfir þeirra hvað varðar gæði, öryggi, afgreiðslu og samkeppnishæft verð.

Fyrirtækið uppfyllir allar opinberar kröfur sem gilda um reksturinn hverju sinni og veitir starfsfólki þá þjálfun sem nauðsynleg er.

Gæðakerfið í verksmiðjum Líflands byggir á HACCP eftirlitskerfinu (Hazard analysis and critical control points). Í því kerfi eru skilgreindir þeir staðir sem mestu máli skipta varðandi framleiðsluna auk réttra viðbragða við frávikum. Innra eftirliti með HACCP er ætlað að draga úr eða koma í veg fyrir hættur sem geta skapast við framleiðslu og dreifingu á fóðri og mjöli og stuðla þannig að öryggi vörunnar. Hjá Líflandi er starfandi HACCP hópur eða gæðaráð undir stjórn gæðastjóra sem sér um innra eftirlit fyrirtækisins.
Lífland verslar aðeins við viðurkennda birgja og gerir miklar kröfur til þeirra, bæði hvað varðar gæði hráefnis og öryggi við flutning.

Öflugt meindýraeftirlit er í báðum verksmiðjunum og viðunandi ráðstafanir fyrir hendi með tilliti til þess. Öllu sorpi sem fellur til við framleiðsluna er fargað af viðurkenndum aðilum.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana