Áburður

Líf í tún og akra í 10 ár! 

LÍF áburður Líflands hefur nú verið fáanlegur á íslenskum markaði í 10 ár. Á þessum tíma hefur hann haslað sér völl sem raunhæfur og hagkvæmur valkostur þegar kemur að vali á áburði fyrir íslenskt ræktarland. Með samstarfi við Glasson Fertilizers í Bretlandi bjóðum við gæðalausnir sem tryggja bændum gott fóður. Við þökkum viðskiptin síðastliðin 10 ár og horfum ótrauð fram á við!

>> Áburðarverðskrá

>> Áburðarbæklingur

 

Áburðarverðskrá Líflands 2019

Áburður fyrir íslenskar aðstæður

Í ár leggjum við áherslu á áburðarúrval sem hentar fjölbreyttum jarðvegs- og ræktunaraðstæðum. Með fjölgun áburðartegunda án selens svörum við nýjum kröfum bænda, þar sem selen er í auknum mæli að mælast of mikið í heysýnum.

Lífland býður áfram upp á gæðavörur sem styðja við betri aðfanganýtingu og hámarks uppskeru. Kynntu þér nýjungarnar í bæklingnum!

Gott að tryggja sér áburð í tæka tíð

Við hvetjum bændur til að huga fyrr að sínum áburðarkaupum en ella og tryggja sér það magn og tegundir sem óskað er eftir. Til og með febrúarloka 2025 verður hægt að ábyrgjast framboð allra tegunda en eftir það kann úrvalið að skerðast.

Eins og áður er allt úrvalið aðgengilegt á Jörð.is og hægt að vinna áburðaráætlun með Líf áburði Líflands.

Framleiðsla Líf áburðar

Líf áburðurinn er að mestu fjölkorna vara sem framleidd er af Glasson Fertilizers í Bretlandi og uppfyllir evrópska staðla. Líf áburðurinn er framleiddur í blöndunarstöð Glasson í Montrose í Skotlandi þaðan sem honum er jafnframt skipað út. Glasson rekur að auki blöndunarstöðvar í Lancaster, Birkenhead, Goole og Howden. Glasson Fertilizers er dótturfélag bresku landbúnaðarsamstæðunnar Wynnstay Group sem rekur sögu sína aftur til ársins 1917. Glasson Fertilizers hefur verið vaxandi á sviði fjölkorna blöndunar og er í dag annar stærsti aðilinn á breskum markaði og í stöðugum vexti. 

Við leggjum áherslu á viðskiptavininn

Hjá Líflandi er áhersla lögð á að mæta viðskiptavinum á sanngjarnan hátt ef eitthvað bregður út af varðandi vörugæði og er gæðafrávikum fylgt eftir eftir af festu. Allar ábendingar um það sem betur má fara eru þegnar með þökkum og slíkar upplýsingar nýttar til að þróa vöruúrvalið til betri vegar og mikil áhersla lögð á að bæta alla ferla eins og kostur er. 

Um vöruna:
  • Lagt er upp úr að tryggja gott úrval áburðar aðlagað að íslenskum aðstæðum og efnaþörfum auk þess sem lagt er upp með að hafa gott kalsíumhlutfall í sem flestum tegundum til að draga úr sýringaráhrifum. 
  • Sterkbyggðir og þolgóðir stórsekkir með þykkum innri poka. skv. BS EN ISO 9001-2000 staðli sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður. 
  • Allur áburður húðaður með paraffínolíu til að auka flæði og minnka líkur á samloðun
  • Áburðurinn er framleiddur skv. staðli um umhverfisstjórnun ISO14001
Leitið tilboða

Endilega kynnið ykkur LÍF úrvalið og verið í sambandi við sölumenn okkar í fodur@lifland.is, í s. 540-1100 eða leitið til starfsmanna okkar í verslunum á landsbyggðinni, þ.e. Hvolsvelli, Selfossi, Borgarnesi, Blönduósi og Akureyri.  

>> Áburðarverðskrá

>> Áburðarbæklingur

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana