Heilsubrauð
50 gr Þurrger
2 dl. Volgt vatn
3 dl Súrmjólk
1 msk olía
100 gr Kornax hveitiklíð
125 gr Kornax heilhveiti
500 gr Kornax brauðhveiti
2 tsk salt
Ger sett í volgt vatn og leyst upp, mjólk og olía saman við og síðan Kornax hveitiklíð og Kornax heilhveiti. Látið standa í 15 mín. Bætið þá hveitinu smátt og smátt saman við. Látið hefast í 40 mín. Hnoðið þá upp og látið hefast í ca 20 mín í forminu.
Bakað við 200°C í 35-45 mín.