Sáðvara

Sáðvara 2024Lífland hefur um langt árabil verið í fararbroddi þegar kemur að úrvali sáðvöru sem gefið hefur góða raun við íslenskar aðstæður. Við bjóðum upp á gæðavöru, m.a. frá SW Seed í Svíþjóð (áður Svalöf) og Boreal í Finnlandi en þessi fyrirtæki eru leiðandi á sínum sviðum og hafa unnið mikið að kynbótum á nytjaplöntum fyrir norðlægar aðstæður. Lífland býður einnig upp á grasfræ og grasfræblöndur sem henta í grasflatir og til uppgræðslu á röskuðum svæðum og bjóðum við upp á túnvingul, sauðvingul, vallarveifgras, vallarrýgresi og fleiri valkosti í slíkt. 

 Framboð Líflands af sáðvöru tekur að stóru leyti mið af þeim yrkjum sem gefið hafa besta raun í yrkjatilraunum Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur Lífland átt gott samstarf við íslenska jarðræktarsérfræðinga um yrkjaval. Jafnframt hefur verið leitast eftir því að eiga gott samstarf við bændur sem hafa hug á því að reyna ræktun nýrra tegunda og yrkja. Jóhannes Baldvin Jónsson landnýtingarfræðingur er vörustjóri sáðvöru og hefur um árabil leitt vöruþróun og vöruval Líflands á þessu sviði.

 Starfsfólk Líflands er boðið og búið að veita þér faglega ráðgjöf um val á réttu sáðvörunni. Lífland býður gæðavöru á góðu verði og leitast við að tryggja skjóta og skilvirka þjónustu þegar sáðvélarnar þurfa að komast hratt yfir.

>> SÁÐVÖRUVERÐSKRÁ 2024 <<

 

Sáðvöruúrval Líflands 2024

Lífland leggur sem fyrr áherslu á að bjóða upp á gott og áreiðanlegt úrval af yrkjum nytjaplantna sem henta fyrir íslenskar aðstæður. 

Bygg

Lífland býður nú sem áður upp á gott og áhugavert úrval byggyrkja. Úrvalið tekur ekki breytingum milli ára. Meðal áhugaverðra valkosta má nefna finnska sexraða byggið Hermanni. Hermanni er yrki sem komið hefur mjög vel út við íslenskar aðstæður, bæði í tilraunum og hjá bændum sem prófað hafa. Það er í hópi þeirra yrkja sem fyrr eru til þroska og skilar korni með hærra þurrefnisinnihaldi en mörg önnur. Einnig má nefna gott framboð hins íslenska sexraða Smyrils, yrkis sem er kynbætt fyrir íslenskar aðstæður og hefur fram að færa snemmþroska og góða uppskeru og ætti að vera staðalyrki sem víðast. Vertti er finnskt yrki sem er álíka snemmaþroska og Smyrill og er jafnframt á meðmælalista okkar fyrir góða valkosti í íslenska byggrækt. 

Vallarfoxgras UULA

Uula er finnskt yrki sem hefur reynst mjög vetrarþolið í íslenskum tilraunum sem samræmist finnskum tilraunaniðurstöðum. Hefur mjög gott fóðurgildi á bæði fyrri og seinni slætti og gefur ágæta uppskeru. Yrkið er á nytjaplöntulista LbhÍ. Uula er spennandi nýr valkostur í íslenska túnrækt sem er einnig að finna í grasfræblöndunni Finnlandsblöndu vorið 2024. 

Smáratún SPRETTA

Smáratúnsblandan Spretta bættist við hina vinsælu Smáratúns-vörulínu Líflands árið 2023 en framboð annaði engan veginn eftirspurn. Hún er nú fáanleg aftur og í auknu magni. Spretta inniheldur 3 kröftuga stofna vallarfoxgrass; Switch, Rakel og Tryggve, allt vel reyndir og þekktir stofnar sem gefa góðan endurvöxt. Í blöndunni er 20% vallarrýgresi Birger, sem er trúlega sá vallarrýgresisstofn á markaði sem reynst hefur hvað best. Síðast en ekki síst inniheldur blandan forsmitað smáfræ í auknu 30% hlutfalli. Hvítsmárastofninn Undrom er vel þekktur hér og þrautreyndur en að auki eru í blöndunni ferlitna rauðsmárayrkið Peggy og tvílitna rauðsmárinn Yngve. Allt eru þetta stofnar sem ættu að skila kröftugri sprettu og gera bændum kleyft að afla meira fóðurs um leið og dregið er úr notkun á dýru köfnunarefni.   

Sumarhafrar SANDY og INKA

Lífland býður í ár upp á hafrayrkin Sandy og Inka til sláttar og grænfóðuröflunar. Ræktun sumarhafra kallar m.a. á yrki sem ekki skríða of snemma og hafa til að bera góða þurrefnisuppskeru og hæð. Sandy og Inka uppfylla þessi skilyrði. Sandy er um 7 cm hærra en gamalreynda yrkið Belinda í finnskum tilraunum og Inka um 10 cm hærra. 

Kynntu þér landsins mesta úrval af sáðvöru í nýjum og efnismiklum sáðvörulista Líflands fyrir árið 2024 og í vefverslun okkar.

Leitaðu til starfsmanna í verslunum okkar eða til söludeildar og fáðu tilboð og ráðleggingar um val á réttu sáðvörunni í s. 540-1100, með því að leita beint til verslana á landsbyggðinni eða í sala@lifland.is.

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana