Sáðvara

Sáðvara 2025

Í frjóa jörð...

Lífland hefur um langt árabil verið í fararbroddi þegar kemur að úrvali sáðvöru sem gefið hefur góða raun við íslenskar aðstæður. Við bjóðum upp á gæðavöru, m.a. frá Lantmännen í Svíþjóð og Boreal í Finnlandi en þessi fyrirtæki eru leiðandi á sínum sviðum og hafa að markvissum kynbótum á nytjaplöntum fyrir norðlægar aðstæður. Lífland hefur notið góðs af samstarfi við sérfræðinga þessara fyrirtækja við þróun á vöruúrvalinu. Auk þess tekur sáðvöruúrval Líflands að stóru leyti mið af þeim yrkjum sem gefið hafa besta raun í yrkjatilraunum Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur fyrirtækið átt gott samstarf við helstu fræðimenn landsins á sviði jarðræktartilrauna. Eins hefur verið leitast eftir því að eiga gott samstarf við bændur sem hafa hug á því að reyna ræktun nýrra tegunda og yrkja.

Gott yfirlit yfir vöruúrvalið

Líkt og mörg undangengin ár sendum við nú út yfirgripsmikinn vörulista yfir sáðvörur fyrir bændur. Nú hefur ítarlegri umfjöllun um lykilvöruflokkana og helstu eiginleika þeirra verið bætt við og ætti það að auðvelda valið.

Við hvetjum viðskiptavini og aðra bændur til þess að kynna sér úrvalið hjá okkur sem stutt er með góðri ráðgjöf, hagstæðum kjörum og skilvirkri dreifingu. Eins býður Lífland fría dreifingu hvert á land sem er sé pantað fyrir 15. apríl ef pöntuð eru 300 kg eða meira.

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar

Kynntu þér landsins mesta úrval af sáðvöru í nýjum og veglegum sáðvörulista Líflands fyrir vorið 2025 og leitaðu ráða og tilboða hjá söluráðgjöfum okkar. Nánari upplýsingar er að finna á baksíðu vörulistans. Eins má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um sáðvöruúrvalið í vefverslun Líflands með því að smella hér.  

Endursöluaðilar

Lífland er í góðu samstarfi við endursöluaðila á landsbyggðinni og hvetjum við viðskiptavini á þessum svæðum til að hafa samband við þá:

  • Húnaþing vestra: Kaupfélag V-Húnvetninga (KVH), Hvammstanga
  • Austurland: Verkstæði Svans, Finnsstöðum
  • Vesturland: Kaupfélag Borgfirðinga (KB), Borgarnesi

>> SÁÐVÖRULISTI 2025 <<

 

Sáðvöruúrval Líflands 2025

Lífland leggur sem fyrr áherslu á að bjóða upp á gott og áreiðanlegt úrval af yrkjum nytjaplantna sem henta fyrir íslenskar aðstæður. 

 

Nýjungar 2025

 Logasmári – HEUSERS OSTSAAT

 Einær, hraðsprottin smárategund sem hentar í grænfóðurblöndur og skjólsáningu í nýræktir. Fræið kemur forsmitað. Sjá í vefverslun.

 Tvíraða bygg – MAIRE

Nýtt tvíraða yrki frá Boreal í Finnlandi. Þarf svipaða hitasummu og Arild. Gefur stórt korn sem getur hentað til ræktunar á maltbyggi en hentar einnig sem fóðurkorn. Sjá í vefverslun.

 Vetrarrúgur – GRANAT

Vetrar- og sjúkdómaþolið vetrarrýgresisyrki sem hættir minna við legu en mörg önnur. Vetrarrúg má rækta fyrir snemmsprottna vorbeit, en rúgur hefur kraftmikinn vöxt fyrr en flest grös. Sjá í vefverslun.

 Sumarhafrar – SCOTTY

Nýtt þýskt yrki sumarhafra til grænfóðuröflunar. Fremur hávaxið og uppskerumikið. Sjá í vefverslun.

 Sumarrepja – HELGA

 Snemmsprottin og afar lystug sumarrepja, laus við ólystug efnasambönd sem stundum draga úr átlyst. Sumarrepja hefur ekki fengist um árabil en kemur nú aftur í vöruval. Sjá í vefverslun.

 Fóðurrófa – GOWRIE

Gulrófa sem hentar bæði til fóðurs og manneldis. Gefur mikla þurrefnisuppskeru pr. hektara og hefur góða mótstöðu bæði gegn kálæxlaveiki og mjöldögg. Sjá í vefverslun.

Kynntu þér landsins mesta úrval af sáðvöru í nýjum og efnismiklum sáðvörulista Líflands fyrir árið 2024 og í vefverslun okkar.

Leitaðu til starfsmanna í verslunum okkar eða til söludeildar og fáðu tilboð og ráðleggingar um val á réttu sáðvörunni í s. 540-1100, með því að leita beint til verslana á landsbyggðinni eða í sala@lifland.is.

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana