Nú er komið að árlegri Smákökusamkeppni Kornax.
Keppnin hefur slegið í gegn og á hverju ári fjölgar smákökunum sem streyma inn í keppnina. Allir sem senda inn kökur í keppnina fá glaðning frá Kornax og Góu.
Kökunum skal skilað inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 13. nóvember. Byrjað verður að taka á móti kökum 6. nóvember.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin og eru þau ekki af verri endanum. Sá eða sú sem hreppir fyrsta sætið fær Kitchen Aid hrærivél frá Raflandi í lit að eigin vali, gjafabréf frá Nettó að andvirði 50 þúsund, gistinótt ásamt morgunverði fyri tvo á Hótel Örk, gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið, Comfort aðgang að baðlóninu í Hvammsvík, ostakörfu frá Mjólkursamsölunni, gjafakörfu frá Góu, Nesbú egg og Kornax hveiti.