Hnakkar

Eques - Gold by black Edition
Eques - Gold by black Edition

Eques - Gold by black Edition

Eiginleikar:
Vörunúmer EQUES-0014-17

Gold by Black Edition er annar hnakkurinn sem Nils-Christian Larsen hannar í Black Edition línunni í samstarfi við Eques. 

Eques - Gold by black Edition - 449.900 kr.
Eques - Gold by black Edition - 449.900 kr.
Verðmeð VSK
449.900 kr.
Verðán VSK 362.823 kr.

Gold by Black Edition er hannaður með þrengra hnakkvirki og hnakknefi til að ná fram betra sæti og jafnvægi fyrir knapann. Hnakkurinn veitir einstakt og náið samband við hestinn og auðveldar knapa að hafa áhrif á hreyfingar hans. Opið sæti gefur knapanum góðan stuðning og hjálpar honum að stilla sig sem best af í hnakknum.

Hnakkurinn er búin til úr hágæða mjúku kálfaleðri sem gefur gott grip og sæti. Lögun hnépúðanna auðveldar jafnvægi og hjálpar til við rétta líkamsstöðu knapans. Soft Foam efnið í hnépúðunum tryggir hámarks þægindi og aðlögun að fótum knapans. Einstök lögun hnépúðanna ásamt opna sætinu auðvelda knapanum að sitja rétt. Undirdýnurnar víkka út að aftan til að dreifa þyngd betur og hentar hnakkurinn því vel fyrir þyngri knapa.

Hnakkvirkið er sveigjanlegt og hannað til að hindra ekki hreyfingu hestsins og þá sérstaklega herða og bóga. Þriggja laga latex bólstrun í undirdýnu aðlagast vel að baki hestsins.

Einkenni Gold by Black Edition:

  • Sveigjanlegt C hnakkvirki 
  • Hægt er að breyta um járn í hnakknefinu til að þrengja eða víkka það. 
  • Opið sæti
  • Hnakkvirkið er hannað til að hindra ekki hreyfingu herða og bóga
  • Gott rými milli undirdýnanna fyrir hrygginn á hestinum. 
  • Hágæða kálfaleður
  • Fágaður frágangur

Hægt er að sérpanta hnakkinn með ullarfyllingu í undirdýnu og sérstakar stærðir 16'', 16,5'' og 18''.

''Ég hef lagt allt mitt í hönnun á Eques Gold Black Edition. Í samstarfi við Eques hefur hvert smáatriði verið endurskoðað til þess að uppfylla kröfur knapa um bestu mögulegu þægindi og eiginleika. Aðalmarkmið mitt er að hestinum líði vel - en útlitið skiptir mig líka miklu máli og hefur ekkert verið til sparað fyrir Eques Gold Black Edition línuna frekar en Black línuna. Ég lét ekki þar við sitja og hannaði einnig línu með vörum fyrir leðurumhirðu til að hægt sé að hugsa sem best um Eques Gold Black Edition. Með hverjum seldum hnakki fylgja leðurvörunar mínar. " 

Handle with care – Gold Black Edition By Nils Christian Larsen

 
Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana