Taugar & orka

Blue Hors Relax 1 líter
Blue Hors Relax 1 líter

Blue Hors Relax 1 líter

Vörunúmer BLUE40-397

Relax er vökvi ríkur af B-Vítamínum og amínósýrunni L-tryptofan sem hefur róandi áhrif á miðtaugakerfið. Hentar vel sem fóðurbætir fyrir öra hesta sem hættir við spennu og viðkvæmni. Eykur athygli og einbeitingu en er ekki slævandi.

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
9.990 kr.
Verðán VSK 8.056 kr.

Sérstakelga gott fyrir spennta, stressaða og sjónhrædda hesta. Má nota daglega eða eingöngu í sérstökum tilfellum.
Leiðbeiningar um notkun:

Hristið vel fyrir notkun

500 kg: 50 ml á dag

350 kg: 25 ml  á dag

Blandið saman við annað fóður eða gefið beint í munn. Nota skal reglulega til að ná sem bestum árangri og gefið 1-2 klukkustundum fyrir æfingu eða annan viðburð. Þegar ástandið breytist og batnar er hægt að gefa hrossinu helmingi minni skammt og auka svo í 3-4 daga eftir því sem þörf krefur.

Innihald: Súkrósi, sorbitól, glýserín, magnesíumsúlfat, hunang

Aukefni pr. kg:  B1 vítamín (3a820) 479 mg, B6 vítamín (3a831) 826 mg, B12 vítamín 2149 µg, níasín (3a314) 1653 mg, L-Tryptófan  33058 mg

Greiningarþættir: Hráprótein 3,0%, hráfita 0,1%, hrátrefjar 0,1%, hráaska 0,8%, natríum <0,1% , magnesíum 0,16 %, vatn 45,2%

Geymist í lokuðum umbúðum og haldið frá sólarljósi og hita. Má ekki frjósa. Geymist þar sem börn ná ekki til. 

HVERNIG VIRKAR BLUE HORS RELAX?

Blue Hors Relax er bætiefni sem inniheldur L-tryptófan, magnesíum og B-vítamín. Það hentar vel sem fóðurbætir fyrir öra hesta sem hættir við spennu og viðkvæmni. Eykur athygli og einbeitingu en er ekki slævandi. Blue Hors Relax fæst bæði í fljótandi formi og sem hlaupþykkni í túpum.

Það þekkja flestir gamla húsráðið við andvöku; glas af flóaðri mjólk til að auðvelda svefn. Virka efnið í mjólkinni sem hefur þessi áhrif er L-tryptófan sem er amínósýra og grunnsameind við myndun serótóníns. Serótónín er taugaboðefni, oft nefnt hamingjuhormónið. Skortur á serótóníni hjá hestum getur aukið tilhneigingu til hræðslu, árásagirni og streitu og því getur skammtur af L-tryptófani gagnast viðkvæmum hesti.

Skortur á magnesíum getur leitt til streitu, taugaveiklunar og lystarleysis. Þess vegna inniheldur Relax einnig magnesíum sem eykur enn frekar líkurnar á að hesturinn þinn róist.

B-vítamín styður taugakerfið og hefur verndandi áhrif á taugavef. Heilbrigðar taugafrumur minnka líkur á að eirðarleysi og streitu.

Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana