Flýtilyklar
Tvíbrotin mél
Fager JULIA D mél með koparrúllu
Fager JULIA mélið sameinar bragð sætmálms og kopars og jafnvel sérvitrustu og viðkvæmustu hross taka þau í sátt.
Fager JULIA mélið er mótað eftir munni hestsins. Það gefur tungunni mikið pláss og færir þrýsting taumsambandsins af tungunni yfir á tannlausa bilið.
Koparrúllan í bitanum gefur sterkari áhrif en flatur biti þar sem hún er minni en hærri. Hún gefur hestinum líka eitthvað til að leika við með tungunni.
JULIA mélin virka sérlega vel á hesta sem vilja leggjast á tauminn.
Þegar þrýstingur er settur á tungu viðkvæmra hesta geta þeir sýnt ýmis merki ósættis og óþæginda. Hér eru nokkur af algengum viðbrögðum hesta með viðkvæma tungu.
- Þeir reyna að draga tunguna upp og yfir mélin.
- Þeir hrista hausinn.
- Þeir gera snöggar höfuðhreyfingar til að reyna að losna undan taumsambandinu.
- Þeir setja höfuðið upp úr eða undir bitann til að reyna að losna við þrýstinginn.
- Þeir stinga tungunni út úr sér eða bryðja mélið óstjórnlega.
Sumir hestar kjósa fremur D mél en múffu mél eða mél með lausum hring þar sem D mélið gefur þéttari snertingu við munnvikin.
D hringirnir koma í veg fyrir að mélið geti dregist inn í munninn. Þeir gefa knapanum einnig aukinn stuðning í beygjum.
Í samanburði við mél með lausum hring er eftirgjöfin aðeins hægari og minni þrýstingur á hnakka.
Sumum knöpum finnast hestarnir þyngri og hægari á D hringjum. Þeir knapar gætu prufað mél með "vængjum", þeas múffumél með lausum hring. Vængirnir eru tilvaldir til að koma í veg fyrir að mélin geti klipið munnvikin eða dregist í gegn um munninn.
Þetta eru punktar sem safnast hafa frá hestamönnum sem hafa hjálpað til við að þróa og prófa mélið:
- Koparrúllan á bitanum virkar sérlega vel á hesta sem vilja leggjast á taumana og taka stjórnina af knapanum.
- Þegar riðið er með taumsamband er meiri þrýstingur á tunguna en tannlausa bilið. Koparrúllan gefur hestinum sterkan þrýsting á tungu ef hann reynir að taka stjórnina af knapanum. Þegar hesturinn gefur eftir fer þrýstingurinn af tungunni.
- Hestar eru oft sáttari við mél úr sætmálmi (blátt málmblendi) en úr öðrum málmi.
- 105mm / 4¼" - 10mm
- 115mm / 4½" - 12mm
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.