Hafrar

Hafrar til þroska PERTTU
Hafrar til þroska PERTTU

Hafrar til þroska PERTTU

Eiginleikar:
Vörunúmer 90168-20

Fljótþroska finnskt yrki með hátt þurrefnislhlutfall. Hátt hlutfall betaglúkana og hvít sterkja. Hentar því vel til manneldis.

Hafrar PERTTU 600kg
Hafrar PERTTU 20 kg

Vara ekki til sölu í vefverslun

Fljótþroska finnskt yrki með hátt þurrefnislhlutfall. Hátt hlutfall betaglúkana og hvít sterkja. Hentar því vel til manneldis. Perttu hefur gefið góða raun í íslenskum tilraunum með tilliti til uppskerumagns og kornþroska.

Hafrar eru heldur seinni til kornþroska en bygg, almennt nægjusamari á köfnunarefnisáburð, þolnari á súran jarðveg og þurrkþolnir. Hafrar geta gefið góða uppskeru og eru prýðilegt kjarnfóður fyrir skepnur. Auðveldast er að láta hafra ná þroska á sandjörð. Fuglar láta hafra frekar í friði en bygg og þeir eru almennt þolgóðir í haustveðrum. Hafrar henta vel sem skjólsáning en líka er sniðugt að sá þeim með ertum. Sumarhafrar hafa reynst vel til grænfóðurræktar í þurrum sumrum þar sem þeir eru þurrkþolnari en rýgresi.

Ráðlagt sáðmagn 180-200 kg/ha. 

 Meira um ræktun hafra. 

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana