Flýtilyklar
Rúlluplast, stæðuplast og annað til heyverkunar
Magniva Platinum 3 íblöndunarefni 100 g
Magniva Platinum 3 er ensímbætt íblöndunarefni sérstaklega ætlað fyrir vothey með meira en 30% þurrefnisinnihald og lágt sykurinnihald þar sem von getur verið á áskorunum í verkun. Eitt 100 g bréf dugar í 50 tonn af ferskri slægju.
Magniva Platinum 3 er íblöndunarefni sérstaklega ætlað fyrir vothey með meira en 30% þurrefnisinnihald, hátt próteininnihald og lágt sykurinnihald þar sem von getur verið á áskorunum í verkun. T.d. fyrir slægju sem er rík af smára, próteinríkan en sykurlágan seinni slátt eða álíka. Eitt 100 g bréf dugar í 50 tonn af ferskri slægju.
Smelltu hér fyrir upplýsingabækling um Magniva Platinum 3.
Smelltu hér fyrir íslenskt upplýsingablað með ítarlegri upplýsingum
Um er að ræða nýja vörulínu frá hinum virta framleiðanda Lallemand (Lal-Sil, Sil-All 4x4 o.fl.).
MAGNIVA Platinum 3 markar ný viðmið þegar kemur að gerjun og loftfirrðum stöðugleika fyrir orkuríkt vothey þar sem hinn einstæði, einkaleyfisskyldi bakteríustofn, Lactobacillus hilgardii CNCM I-4785, er hagnýttur:
- Lægra pH
- Minna þurrefnistap vegna skemmda og hitnunar
- Minni gersveppamyndun og mygla
- Bætt fóðurnýting
- Meiri ending fóðurs á fóðurgangi
Einstæð samsetning bakteríustofnanna L. hilgardii CNCM I-4785 og L. buchneri NCIMP 40788 í Magniva Platinum 3 gefur nýja nálgun á verkun grasslægju og hentar t.d. vel fyrir slægju sem inniheldur smára eða belgjurtir en hentar einnig vel í t.d. próteinríkan en sykurlágan seinni slátt eða álíka.
Til að svara mikilli afkastagetu í nútímaheyskap og tryggja jafna dreifingu efnisins er MAGNIVA Platinum 3 byggt á tækni sem eykur virkni og styrk í upplausn (HC), lausn þróuð af Lallemand Animal Nutrition.
Gæðastýringarkerfi Lallemand Animal Nutrition er með því öflugasta sem þekkist. Við framleiðslu er ströngum gæðakerfum fylgt í þaula með það að leiðarljósi að tryggja hreina gæðavöru.
Blöndunarleiðbeiningar (sjá myndband að neðan)
- 100 g af Magniva Platinum 3 dugar í 50 tonn af ferskri slægju.
- Blandið 100 g bréf út í 0,2-1 líter af vatni
- Hrærið efninu saman í um 2 mínútur
- Setjið efnið í forðabúr fyrir viðeigandi úðunarbúnað
- Fyllið upp með vatni þannig að blöndunarbúnaður skammti rétt magn
- Lausnina má nota í allt að 24 klst eftir blöndun
- Tæmið forðabúr blöndunartækis eftir notkun
Hlekkur á leiðbeiningamyndband: https://youtu.be/wo_40ZvjxEE
-
DSG dæla fyrir íblöndunarefni
Verð421.600 kr. -
Magniva Platinum 2 íblöndunarefni 100 g
Verð35.824 kr.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.