Flýtilyklar
Næring umhirða hestar
Blue Hors Super Shine faxúði
Blue Hors Super Shine er fax og feldúði sem gefur fallegan gljáa. Kemur í veg fyrir að fax og tagl flækist. Hrindir ryki og óhreinindum frá feldinum. 500ml.
Kembið og burstið hestinn líkt og venjulega og úðið þunnu lagi af Super Shine yfir feld, fax og tagl. Ef hesturinn hræðist úðahljóðið, notið klút eða svamp. Burstið að lokum yfir hestinn til að ná fram gljáanum.
Best er að nota Super Shine á rakan feld eftir að hesturinn er baðaður. Látið hestinn svo þorna, burstið yfir feldinn og sjáið fallegan gljáann á faxi, tagli og feldi.
Með notkun Super Shine verður sérlega auðvelt að halda hestinum hreinum, gljáandi og vel snyrtum.
Með 360° úðastútnum er auðvelt að úða þunnu lagi yfir feld, fax og tagl. Úðið beint á fax og tagl og burstið í gegn. Best er að byrja neðst á tagli til að minnka líkur á flækjum við burstun. Rakur feldur eftir böðun tekur best við efninu. Super Shine úðastúturinn er hljóðlátur og hentar vel fyrir hesta sem eru hræddir við hefðbundin úðahljóð.
- Gljái sem gefur samstundis fallega áferð á feld, fax og tagl
- Kemur í veg fyrir að fax og tagl flækist
- Hrindir frá sér ryki og óhreinindum
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.