Flýtilyklar
Saddles & accessories
Hrímnir - Auka járn
Hnakkurinn er seldur með Medium járni. Hægt er að kaupa auka járn til að víkka hnakknefið eða þrengja.
Hnakkurinn er seldur með Medium járni. Hægt er að kaupa auka járn í hnakkana.
Skiptið sjálf um járn í Hrímnishnakknum ykkar á nokkrum mínútum. Mótað úr sterku, ryðfríu stáli.
- Medium
- Medium/Wide
- Wide
- Extra Wide
Hvaða stærð vel ég?
Passið að hesturinn standi þétt í alla fætur á sléttu undirlagi. Þegar hnakkurinn situr rétt á baki hestsins og gjörðin er hert setjið hendina undir hnakknefið til að sjá hvort það er nægilegt pláss frá herðakambi upp í hnakkinn. Ef höndin þín passar ekki undir hnakknefið er þrýstingurinn frá hnakknum of mikill á herðakambinn.
Stærðir:
Narrow (bleikt) = 76° horn / 27 cm milli enda (enda á hnakkvirki)*
Medium (fjólublátt) = 78° horn / 28 cm milli enda
Medium wide (appelsínugult) = 81,5° horn / 29 cm milli enda
Wide (grænt) = 86° horn / 30 cm milli enda
Extra wide (grátt) = 91° horn / 31 cm milli enda
Extra extra wide (hvítt) = 94° horn / 32 cm milli enda
*Athugið að mælingar milli enda á hnakkvirkjum geta verið mismunandi milli hnakkaframleiðenda. Tveir hnakkar, frá tveimur mismunandi framleiðendum sem báðir eru skráðir 30cm milli enda eru ekki endilega jafn stórir.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.