Lífland kynnir „sérfræðing að austan“, hinn finnska Eero Kovero sem er með 20 ára reynslu í kornrækt á helstu tegundum með lágmarksjarðvinnsluaðferðum (no-till og lo-till). Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vilja Tavastia kornsamlagsins frá stofnun þess 2016 ásamt því að framleiða sáðvöru. Eero var einn af álitsgjöfum í skýrslunni Bleikir Akrar sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir Matvælaráðuneytið.
Eero mun halda tvö erindi, annars um ræktun korns í Finnlandi með sáðkorn að markmiði og um rekstur kornsamlaga og þurrkstöðva.
Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ mun einnig halda stutt erindi. Hrannar er ábyrgðarmaður kornkynbótaverkefnisins Völu, hefur unnið að kornrannsóknum á Íslandi um árabil. Hann mun kynna stöðuna í verkefninu og áætlanir þess, kynbótamarkmið og eiginleika.
Lífland boðar til fundar í Búgarði á Akureyri þriðjudaginn 13. ágúst klukkan 14:00.
Nánari upplýsingar og skráning
Annar fundur verður haldinn á Stracta Hótel á Hellu fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 14:00.
Nánari upplýsingar og skráning
Dagskrá:
14:00 – Jóhannes Baldvin Jónsson, kynning.
14:10 – Eero Kovero, sáðvöruframleiðsla
14:40 – Hrannar Smári Hilmarsson, kornkynbótaverkefnið Vala
15:00 – Eero Kovero, rekstur samlaga og fæðuöryggislager
15:30 – Jóhannes Baldvin Jónsson, lokaorð