„Sérfræðingur að austan“ með fyrirlestur um kornrækt í ágúst

Lífland kynnir „sérfræðing að austan“, hinn finnska Eero Kovero sem er með 20 ára reynslu í kornrækt á helstu tegundum með lágmarksjarðvinnsluaðferðum (no-till og lo-till). Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vilja Tavastia kornsamlagsins frá stofnun þess 2016 ásamt því að framleiða sáðvöru. Eero var einn af álitsgjöfum í skýrslunni Bleikir Akrar sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir Matvælaráðuneytið.

Eero mun halda tvö erindi, annars um ræktun korns í Finnlandi með sáðkorn að markmiði og um rekstur kornsamlaga og þurrkstöðva.

Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ mun einnig halda stutt erindi. Hrannar er ábyrgðarmaður kornkynbótaverkefnisins Völu, hefur unnið að kornrannsóknum á Íslandi um árabil. Hann mun kynna stöðuna í verkefninu og áætlanir þess, kynbótamarkmið og eiginleika.

Lífland boðar til fundar í Búgarði á Akureyri þriðjudaginn 13. ágúst klukkan 14:00.
Nánari upplýsingar og skráning

Annar fundur verður haldinn á Stracta Hótel á Hellu fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 14:00.
Nánari upplýsingar og skráning

Dagskrá:

                14:00 – Jóhannes Baldvin Jónsson, kynning.

                14:10 – Eero Kovero, sáðvöruframleiðsla

                14:40 – Hrannar Smári Hilmarsson, kornkynbótaverkefnið Vala

                15:00 – Eero Kovero, rekstur samlaga og fæðuöryggislager

                15:30 – Jóhannes Baldvin Jónsson, lokaorð  

Fyrirlesarar


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana