Endurbætt Arion Original hundafóður

Vinsæla belgíska Arion Original hundafóðrið sem selt hefur verið í Líflandi um árabil hefur nú verið endurbætt með meiri áherslu á náttúruleg bætiefni og ferskt kjöt. Lengi getur gott batnað en Arion Original er áfram það fyrsta flokks glútenlausa hundafóður með gæða innihaldsefnum eins og það hefur alltaf verið. Arion Original kemur nú í nýjum umbúðum og meira úrvali.

Kynntu þér úrvalið á þessu úrvalsfóðri, þar sem hagstætt verð og gæði fara saman. Veldu aðeins það besta fyrir hundinn þinn. 

Arion Original nýjar umbúðir

Hvolpar
Growth - heilfóður fyrir hvolpa

Fullorðnir hundar
Maintenance - almennt heilfóður til að viðhalda daglegri næringu, unnið úr kjúklingi
Sensitive - heilfóður sem styður betur við meltinguna, unnið úr lambakjöti
Skin & Coat - heilfóður sem er gott fyrir húð og feld, unnið úr laxi
Light - heilfóður fyrir fullorðna hunda í yfirþyngd. Létt og bragðgott unnið úr kjúklingi
High Energy - heilfóður fyrir hunda með mikla orkuþörf, unnið úr kjúklingi

Eldri hundar
Mature 7+ er hugsað fyrir eldri hunda, auðmeltanlegt og styrkir hjarta og liði.

Fóður eftir aldri

Hvolpar

Growth

Arion Original Growth er heilfóður fyrir hvolpa. Glútenlaust fóður unnið úr auðmeltanlegum kjúkling, einnig hægt að fá fóður sem er unnið úr fiski. Inniheldur góðgerla og hæfilegt magn vítamína og steinefna sem veita stækkandi hvolpinum þínum uppbyggjandi næringu.

 

Fullorðnir hundar

Maintenance

Arion Original Maintenance er heilfóður fyrir fullorðna hunda. Glútenlaust fóður unnið úr kjúklingi og inniheldur góðgerla, andoxunarefni og mikið magn C-vítamíns til að byggja upp ónæmiskerfið

 

 

Sensitive

Arion Original Sensitive er heilfóður fyrir fullorðna hunda. Glútenlaust fóður unnið úr lambakjöti sem inniheldur blöndu af bestu náttúrulegu trefjum og góðgerlum til að styðja við meltinguna.

 

 

Skin & Coat

Arion Original Skin & Coat er heilfóður fyrir fullorðna hunda. Glútenlaust fóður unnið úr fiski og inniheldur sérstaka blöndu sjávarfangs og lífræns sinks sem endurnærir húð og feld hundsins þíns.

 

 

Light

Arion Original Light er heilfóður fyrir fullorðna hunda í yfirþyngd. Létt og bragðgott fóður unnið úr kjúklingi og er með minna orkuinnihald og stuðlar að aukinni fitubrennslu. Hentar öllum hundategundum.

 

 

High Energy

Arion Original High Energy er heilfóður fyrir fullorðna hunda með mikla orkuþörf. Glútenlaust fóður unnið úr kjúklingi og sérstaklega þróað til að mæta aukinni orkuþörf vinnu- og veiðihunda.

 

 

Eldri hundar

Mature 7+

Arion Original Mature 7+ er heilfóður fyrir eldri og fullorðnari hunda. Glútenlaust fóður unnið úr auðmeltanlegum kjúkling. Styður við bæði hjartastarfsemi og liðamót og eykur þannig lífsþrótt og lífsgæði hundsins.

 

 

Breytingar á fóðri

Hér má sjá í hvað eldri fóðurtegundir breytast í nýju línunni

GrowthMaintenanceSensitiveSkin & Care


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana