Dagana 8.-16. mars er blásið til Heilsudaga hestsins í öllum verslunum Líflands, tilboðsdaga þar sem bætiefnum fyrir hesta er gert hátt undir höfði. Við vekjum athygli á miklu og endurbættu úrvali fóðurs og bætiefna og hvetjum sem flest til að líta við og gera góð kaup en á Heilsudögum hestsins verða öll hestabætiefni á 15% afsláttartilboði!
Til fróðleiks hefur Lífland flutt inn og markaðssett bætiefnalínu fyrir hesta frá danska hestabúgarðinum Blue Hors um árabil. Þessi vörulína hefur átt góðu gengi og vinsældum að fagna. Seint á liðnu ári tilkynnti Blue Hors að bætiefnalínan yrði lögð niður og því miður fékkst þeirri ákvörðun ekki breytt.
Hjá Líflandi var farið af stað í að finna staðgengilsvörulínur sem fyllt gætu í skarð Blue Hors, m.a. í góðu samstarfi við Dr. Susanne Braun fagdýralækni hesta, og leiddi sú vinna til þess að nokkrar vörulínur voru teknar inn í stað Blue Hors varanna.
Mervue Equine er írskur framleiðandi sem Lífland hefur átt í samstarfi við um árabil en nú hefur úrval hestabætiefna frá Mervue verið stóraukið. Kynnið ykkur úrval Mervue bætiefna hér.
Pavo þarf vart að kynna fyrir íslenskum hestaeigendum en á liðnum árum hefur hollenski fóðurframleiðandinn Pavo verið að breikka bætiefnalínu sína og sífellt bætist í þær raðir. Sjá má meira um hestabætiefnin frá Pavo hér.
Hercules Hestefoder er dönsk vörulína frá Vilofarm í Danmörku sem hefur verið að ryðja sér til rúms hjá Líflandi á liðnum árum og þaðan koma nokkrar hestabætiefnavörur sem hægt er að kynna sér nánar hér.
Við hvetjum alla hestaeigendur til að líta við í Líflandi og kynna sér aukið og endurbætt úrval hestabætiefna!