Hið árlega kvennakvöld Líflands á Lynghálsi verður haldið hátíðlegt fimmtudagskvöldið 5. desember næstkomandi og opnar húsið kl. 18:00. Mikið úrval er af spennandi hestavörum og fatnaði í versluninni og því auðvelt mál að finna gjöf í jólapakka hestamannsins.
Hinn óviðjafnanlegi Siggi Gunnars verður veislustjóri og dagskráin er að venju glæsileg.
Frábær tilboð: 20% af öllu í versluninni nema undirburði - 10% af hnökkum
Tískusýning á því allra nýjasta í fatnaði fyrir öll kyn og aldur
Léttar og hressandi veitingar
Jólahappdrættið sem slær alltaf í gegn!
Kynningar
Starfsfólk Líflands á Lynghálsi er komið í hátíðarskap og hlakkar til að taka á móti hressum konum!
>> Skoða viðburð og skrá sig á Facebook.