Grastegundir

Strandreyr BAMSE F 10kg
Strandreyr BAMSE F 10kg

Strandreyr BAMSE F 10kg

Vörunúmer 98165

Strandreyr er fjölær planta og aðallega ræktaður vegna hálmsins, t.d. til orkuvinnslu eða undirburðar. Hann getur enst árum saman í túnum. Strandreyr gefur mikla þurrefnisuppskeru á hektara eða allt að 30 stórar rúllur við íslenskar aðstæður. 

Vara ekki til sölu í vefverslun

Strandreyr er fjölær planta og ræktaður vegna hálmsins, t.d. til orkuvinnslu eða undirburðar. Hann getur enst árum saman í túnum. Strandreyr gefur mikla þurrefnisuppskeru á hektara eða allt að 30 stórar rúllur við íslenskar aðstæður. 

Hentar best í vel framræstum, loftríkum og frjósömum jarðvegi en um leið rakaheldnum. Þolir að fara undir flóðvatn en hentar ekki þar sem grunnvatnsstaða er of há. Hentar ekki í ófrjósaman eða súran jarðveg. 

Strandreyr er mjög rótskriðull og er fljótur að fylla í eyður og smágloppur vegna blettakals. Endist hæglega í 15-20 ár í túnum áður en endurræktunar er þörf. 

Ekki má reikna með hálmuppskeru fyrstu 2 árin, en fram að því má slá hann og votverka og gefur hann af sér ágætt fóður t.d. í geldneyti og hross. Það flýtir jafnframt þroskun hans að slá með ruddasláttuvél að hausti og láta afraksturinn liggja sem áburð. Á 3-4 ári ætti strandreyrinn að vera farinn að ná 130-200 cm hæð og þá er hægt að hefja hálmskurð.

Ágætt er að geyma skurðinn eins lengi fram eftir hausti og hægt er, þannig að stöngullinn sé farinn að gulna og þorna. Einnig er hægt að láta hann standa yfir vetur og slá snemma um vor um leið og fært er, áður en hann byrjar að vaxa á ný. Þannig er hálmurinn búinn að brjóta sig vel og batna þá gæði hans til brennslu eða undirburðar. 

Hérlendur stórræktandi á Suðurlandi hefur prufað sig áfram með að nýta strandrey sem vetrarfóður fyrir hross og lofa þær tilraunir góðu með tilliti til nýtanleika, uppskerumagns og fóðrunarvirðis. Er hann þá sleginn á dæmigerðum tíma um skrið og verkaður eins og annað gróffóður. 

 Ráðlagt sáðmagn 15-20 kg/ha

Áhugaverð íslensk myndbönd sem sýna nýtingu strandreys: 

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana