Hafrar

Sumarhafrar Sandy
Sumarhafrar Sandy

Sumarhafrar Sandy

Eiginleikar:
Vörunúmer 90121

Sandy hafrar eru seinsprottnir hafrar sem henta vel til sláttar. Sandy er mikið ræktað hafrayrki í Finnlandi, og þá til þroska, en m.v. vaxtartíma ætti yrkið að henta vel til sláttar hér á landi. 

Sumarhafrar Sandy

Vara ekki til sölu í vefverslun

Sandy hafrar eru seinsprottnir hafrar sem henta vel til sláttar. Sandy er mikið ræktað hafrayrki í Finnlandi, og þá til þroska, en m.v. vaxtartíma ætti yrkið að henta vel til sláttar hér á landi. Sandy þykir þurrkþolið og laust við sjúkdóma. Einnig hentar það fjölbreyttum jarðvegsgerðum. Sé það ræktað til þroska gefur það bæði af sér fóðurhafra sem og hafra til manneldis, en tekið er fram að við íslenskar aðstæður þyrfti það mjög langan vaxtartíma. Sandy er nokkuð hávaxið, sennilega um 7 cm hærra en Belinda að jafnaði í finnskum tilraunum. 

Hafrar eru heldur seinni til kornþroska en bygg, almennt nægjusamari á köfnunarefnisáburð, þolnari á súran jarðveg og þurrkþolnir. Hafrar geta gefið góða uppskeru og eru prýðilegt kjarnfóður fyrir skepnur. Auðveldast er að láta hafra ná þroska á sandjörð. Fuglar láta hafra frekar í friði en bygg og þeir eru almennt þolgóðir í haustveðrum. Hafrar henta vel sem skjólsáning en líka er sniðugt að sá þeim með ertum. Sumarhafrar hafa reynst vel til grænfóðurræktar í þurrum sumrum þar sem þeir eru þurrkþolnari en rýgresi.

Ráðlagt sáðmagn 200 kg/ha.

Sandy fæst í 700 kg stórsekkjum. 

Meira um ræktun hafra. 

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana