Rúlluplast, stæðuplast og annað til heyverkunar

DSG dæla fyrir íblöndunarefni
DSG dæla fyrir íblöndunarefni

DSG dæla fyrir íblöndunarefni

Eiginleikar:
Vörunúmer VH4ZDSG200

Handhæg dæla og skammtari fyrir íblöndunarefni sem er auðveld í uppsetningu. Dælan kemur með 100 eða 200 L forðatanki, er rafstýrð og einföld í allri notkun. Rafstýrð Dosistar V hliðræn flæðistýring býður upp á nákvæma stjórnun innan úr vél.

 

DSG dæla 100 lítra - 371.876 kr.
DSG dæla 200 lítra - 421.600 kr.
Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
421.600 kr.
Verðán VSK 340.000 kr.

Handhæg og öflug dæla og skammtari fyrir íblöndunarefni sem er auðveld í uppsetningu og mælst hefur vel fyrir hjá íslenskum bændum. Dælan kemur með 100 eða 200 L forðatanki, er rafstýrð og einföld í allri notkun. Rafstýrð Dosistar V hliðræn flæðistýring býður upp á nákvæma stjórnun innan úr vél. "Pick-up" rofi fylgir sem staðsetja má til að slökkva og kveikja á dælingu eftir stöðu sópvindunnar. 

DSG dælan getur afkastað að hámarki 150 lítrum á klukkustund. Með stillanlegri flæðistýringu má ná hámarksnýtingu á verðmæt íblöndunarefni og dreifing þeirra í slægjunni verður mun nákvæmari og jafnari. 

DSG dælunni má koma fyrir á rúlluvélum og hleðsluvögnum en einnig má setja hana á fóðurblandara og nota með efnum sem draga úr hitamyndun í heilfóðri.

Dælubúnaðurinn og forðatankurinn koma sambyggð á blikkstandi með lóðréttri, gataðri festiplötu sem býður upp á fjölbreytta festimöguleika, hvort sem er við rúlluvél/samstæðu, hleðsluvagn eða annað. 

Sjá ítarlegri upplýsingar í handbók fyrir DSG 100. DSG 100 og 200 dælan eru að öllu leyti eins hvað varðar íhluti og dælubúnaðinn nema hvað forðatankurinn er misstór. 

Allir helstu varahlutir til á lager: Lok á forðatank, pick-up rofi, úðaspíssar, hné, síur o.fl. Rafmagnsdælur er hægt að panta með stuttum fyrirvara. Einnig hægt að fá bara vökvalagnir og úðunarkerfi ásamt auka pick up rofa sem býður upp á að færa DSG dæluna milli véla, en þarf að sérpanta. 

Hægt er að fá sértilboð í búnaðinn með stærri 300 lítra forðatanki. Afgreiðslufrestur getur verið 4-6 vikur. 

Lífland hefur flutt DSG dælurnar inn um árabil og sístækkandi hópur ánægðra eigenda ber því vitni að hér er á ferðinni búnaður sem skilar sínu. Þar spilar líka inn í lág bilanatíðni ásamt einfaldleika í uppsetningu og notkun. 

Leitið til söludeildar Líflands í s. 540-1100 eða sala@lifland.is fyrir nánari upplýsingar. 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana