Flýtilyklar
Hreinlætisvörur
Sýrutak
Sýrutak er háfreyðandi fjölnota hreinsiefni sem leysir upp ýmsar útfellingar
Eiginleikar:
Sýrutak er súrt, fjölnota og háfreyðandi hreinsiefni. Sýrutak / Súr-X leysir upp ýmsar útfellingar, s.s. kísl, kalk og ryð og einnig fitu og prótín. Sýrutak vinnur vel á roðsvertu og rækjusvertu. Sýrutak hentar vel til að fjarlægja ólífrænar útfellingar sem koma á færibönd, vélar og kassa og bakka í matvælaiðnaði ýmiskonar. Sýrutak hentar vel til hreinsunar á ryði og einnig ryðlit sem getur komið á málaða fleti undan ryðguðum hlutum. Sýrutak hentar vel til nota í háþrýstitæki og úðakúta.
Notkun:
Blöndunarhlutfall er mjög mismunandi eftir aðstæðum. Sýrutak/Súr-X notast óþynnt við hreinsun á erfiðum kalk- og kíslútfellingum og ryðblettum. Við regluleg þrif á færiböndum er 20-30% blöndu (17-26 dl í 10 l af vatni) úðað yfir og látið liggja á í 15 mínútur áður en þvegið er. Við háþrýstiþvott á vélum og öðrum hlutum hentar að nota 3% blöndu. Athugið að óþynnt Sýrutak/Súr-X eða sterkar blöndur geta tært ál (og aðra mjúka málma) og steinsteypu.
Umbúðir: 5 l brúsi
Öryggiblað Sýrutak-SúrX
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.