Rúlluplast, stæðuplast og annað til heyverkunar

Magniva Platinum 2 íblöndunarefni 100 g
Magniva Platinum 2 íblöndunarefni 100 g

Magniva Platinum 2 íblöndunarefni 100 g

Vörunúmer LALL010

Magniva Platinum 2 er íblöndunarefni sérstaklega ætlað fyrir vothey með meira en 30% þurrefnisinnihald og hátt sykurinnihald þar sem von getur verið á áskorunum í verkun. Nýtist einnig í valsað korn. Eitt 100 g bréf dugar í 100 tonn af ferskri slægju. 

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar.
Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðmeð VSK
35.824 kr.
Verðán VSK 28.890 kr.

Magniva Platinum 2 er íblöndunarefni sérstaklega ætlað fyrir vothey með meira en 30% þurrefnisinnihald og hátt sykurinnihald þar sem von getur verið á áskorunum í verkun. Eitt 100 g bréf dugar í 100 tonn af ferskri slægju. 

Notkun við verkun á korni:

Magniva Platinum 2 er upphaflega þróað til íblöndunar í vothey en það nýtist einnig vel í korn í meiri styrk og leggur bæði til ein- og fjölgerjandi bakteríustofna sem mynda lífrænar sýrur og efnasambönd sem lágmarka viðgang óæskilegra ger- og myglusveppaa. Verkun korns með íblöndunarefnum er aðeins vandasamari en með notkun própíonsýru, en á móti eru íblöndunarefni ekki ætandi eins og própíonsýra og skaðleg búnaði eða þeim sem vinnur með þau. 

Við notkun Magniva Platinum 2 í korn er skammtað 5 g/tonn í stað 1 g/tonn í vothey. Þurrefnisinnihald kornsins þarf að vera 60-75% til að tryggja eðlilega virkni efnisins og kornið þarf að valsa fyrir íblöndun. Sé kornið blautara getur þurft að snúa sér að própíonsýru eða reyna að þurrka það lítillega fyrir íblöndun. Sé það á hinn bóginn þurrara en 75% ÞE má bleyta það með meiri vatnsíblöndun þegar íblöndunarefninu er skammtað saman við kornið. Efnið, sem kemur á duftformi í 100 g bréfum, er leyst upp í vatni og þeirri lausn svo blandað í forðatank sem fæðir skömmtunarbúnað, t.d. inn á snigil. Lausnina þarf að nota innan 48 klst frá blöndun. Eftirstöðvar í áteknu bréfi má geyma í vel lokuðum poka í ísskáp eins og lokadagsetning segir til um.  Mikilvægt er að ganga vel frá korninu eftir íblöndun enda þarf að eiga sér stað loftfirrð gerjun og því er lykilatriði að nota poka (t.d. stórar brettahettur/kornhettur) innan í stórsekk sem vandlega er lokað eða með því að pakka stórsekk í rúlluplast eins og sumsstaðar tíðkast. Einnig mætti hugsa sér að ganga frá korninu í stæðu innandyra eða í gámi með undir- og yfirbreiðslu. Æskilegur verkunartími er 4-5 vikur en hægt er að opna stórsekki allt að 3 vikum eftir að sett er í þá.

Smelltu hér fyrir íslenskan upplýsingabækling um Magniva Platinum 2. 

Smelltu hér fyrir íslenskt upplýsingablað með ítarlegri upplýsingum

Um er að ræða nýja vörulínu frá hinum virta framleiðanda Lallemand (Lal-Sil, Sil-All 4x4 o.fl.).

MAGNIVA Platinum 2 markar ný viðmið þegar kemur að gerjun og loftfirrðum stöðugleika fyrir orkuríkt vothey þar sem hinn einstæði, einkaleyfisskyldi bakteríustofn, Lactobacillus hilgardii CNCM I-4785, er hagnýttur:

  • Lægra pH
  • Minna þurrefnistap vegna skemmda og hitnunar
  • Minni gersveppamyndun og mygla
  • Bætt fóðurnýting
  • Meiri ending fóðurs á fóðurgangi

Einstæð samsetning bakteríustofnanna L. hilgardii CNCM I-4785 og L. buchneri NCIMP 40788 í Magniva Platinum 2 hjálpar til við að hraða verkun og verja votheyið gegn hitamyndun og skemmdum ásamt því að auka endingu fóðursins á fóðurgangi. 

Til að svara mikilli afkastagetu í nútímaheyskap og tryggja jafna dreifingu efnisins er MAGNIVA Platinum 2 byggt á tækni sem eykur virkni og styrk í upplausn (HC), lausn þróuð af Lallemand Animal Nutrition.

Gæðastýringarkerfi Lallemand Animal Nutrition er með því öflugasta sem þekkist. Við framleiðslu er ströngum gæðakerfum fylgt í þaula með það að leiðarljósi að tryggja hreina gæðavöru.

Blöndunarleiðbeiningar (sjá myndband að neðan)

  • 100 g af Magniva Platinum 2 duga í 100 tonn af ferskri slægju.
  • Blandið 100 g bréf út í 0,2-1 líter af vatni
  • Hrærið efninu saman í um 2 mínútur
  • Setjið efnið í forðabúr fyrir viðeigandi úðunarbúnað
  • Fyllið upp með vatni þannig að blöndunarbúnaður skammti rétt magn
  • Lausnina má nota í allt að 24 klst eftir blöndun
  • Tæmið forðabúr blöndunartækis eftir notkun

Hlekkur á leiðbeiningamyndband: https://youtu.be/wo_40ZvjxEE

Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana