Flýtilyklar
Saddles & accessories
Acavallo Hexa undirdýna opin
Undirdýna sem liggur ekki á herðakambi hestsins.
Acavallo Withers Free Hexagonal geldýnan þrýstir ekki á herðakambinn. Stöm og höggdeyfandi undirdýna úr memory foam efni. Falleg og góð hönnun sem verður hinn fullkomni fylgihlutur fyrir hnakkinn þinn. Þetta er frábær undirdýna fyrir þá sem nota sérsmíðaða hnakka, hesta með óvenjulega víðar eða þröngar herðar og knapa sem vilja finna sérlega sterka tengingu við hestinn.
Undirdýnan er einkar höggdeyfandi þar sem hún er byggð upp af Memory foam og mjúku geli. Sexhyrnd uppbygging gelsins grípur loft inn í hólfin og sleppir því aftur við hreyfingar hests og hnakks og framkallar þannig frábæra höggvörn. Dýnan er mótuð eftir hnakknum með örlítið þynnra geli eftir miðju dýnunnar til að hnakkurinn liggi akkúrat á réttum stað á dýnunni.
Eiginleikar Acavallo® gels
* Eykur frelsi til hreyfinga
* Heldur hnakknum stöðugum
* Minnkar þrýsting
* Dempar og dreifir þyngd
* Eiturefnalaus
* Má nota beint á húð
* Auðvelt að þvo
Eiginleikar Acavallo® Memory Foam
* Dempar högg
* Myndar ekki nudd eða núningssár
* Dreifir þrýstingi jafnt
Umhirða
* Þvo má dýnuna við 30°C í þvottavél eða í höndum, með mildu þvottaefni
* Fjarlægið hár af dýnunni með bursta fyrir þvott
* Notið milt þvottaefni
* Setjið ekki í þurrkara
* Haldið frá beinum hitagjöfum og sólarljósi
* Þurrkið við stofuhita
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.