Flýtilyklar
Kúaburstar
Kúabursti HappyCow Duo
Happy Cow kúaburstinn burstar, nuddar og þrífur kýrnar og eykur vellíðan og efnaskipti hjá gripunum.
Með hinum al-sjálfvirka HappyCow Duo bursta líður kúnum betur, þær leita í burstann og geta þrifið sig sjálfar. Kýrnar eru ánægðar með tvöfaldan burstann og það er áhugavert að sjá hversu ítarlega þær bursta sig og nudda.
Stór burstinn og nuddið auka blóðflæði til húðarinnar og örva efnaskipti gripanna. Kýrnar geta þrifið sig og nuddað á höfði, hálsi, baki, bol og síðum.
• Hágæða, endingargóðir burstar úr pólýamíði
• Háþróaður sem eykur rekstraröryggi og viðheldur lágum viðhaldskostnaði
• Stjórnborðið er inni í vatns- og rykvörðu boxi skv staðli IP 56.
• Upplýsingar eru auðlesanlegar á skjá á burstanum
• Tímastillanlegur gangtími er 7,5 - 120 sekúntur
• Burstinn skiptir um átt í hvert skipti sem hann er gangsettur (60 sek) og tryggir þar með betri endingu
• Lögun burstanna gerir það að verkum að kýrnar sækja í burstann
• Sjálfvirk smurning á gírhjólum
• Sjálfvirkur öryggisrofi slekkur á burstanum verði mótstaða mikil
• Tilbúinn til tengingar við 230 V
Kýr þurfa að þrífa sig og nudda. Á þann hátt losa þær sig við óhreinindi, sníkjudýr, sveppi og mítla. Notkun kúabursta stór-eflir velferð gripanna og eykur þar með nyt. Dýrin eru rólegri og þeim líður betur.
Auðvelt er að setja burstann saman. Skynjari kemur í veg fyrir að halahár festist í burstanum. Allur ramminn er galvaniseraður og hefur verið prófaður við erfiðustu aðstæður í fjósum. Ítarlegur leiðbeiningabæklingur fylgir hverjum bursta þar sem allar helstu upplýsingar um samsetningu, viðhald og bilanagreiningu búnaðarins koma fram.
Rafmagns kúaburstanir eru nær viðhaldsfríir. Smurning álagspunkta og regluleg útskipting burstanna eykur endingu tækinsing og vilja dýranna til að nota burstann. Hægt er að fá bæði efri og neðri bursta sem varahluti, hafið samband við sölufulltrúa Líflands til að fá frekari upplýsingar.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.