Flýtilyklar
SJAMPÓ hestar
Shapleys - Easy Out
Easy Out - No rinse fljóthreinsirinn fjarlægir bletti og ólykt auðveldlega og styrkir lit um leið. 6oz - 178ml og 32oz - 946ml.
Easy-Out er að auðvelt að nota til að losa óhreinindi úr feldi hestsins, faxi og tagli án þess að þurfa að bleyta hestinn. Það er frábært fyrir léttan þvott þegar of kalt er úti eða ekki nægur tími til að baða hestinn.
Easy-Out fjarlægir erfiðustu bletti eins og tað, þvag, gras, svita og leðju. Það fjarlægir einnig lykt áreynslulaust sem gerir það einnig frábært fyrir gæludýr.
Easy-Out er hannað til að lyfta óhreinindum og ólykt upp á yfirborð feldsins þar sem auðvelt er að fjarlægja þau með bursta eða klúti.
Úðið Easy-Out beint á óhreinindi, látið virka í mínútu og nuddið síðan af með klúti eða bursta. Einnig má úða Easy-Out í klút og bera á bletti í feldinum. Nuddið í feldinn til að efnið nái alla leið inn að skinni. Fyrir fax og tagl má úða efninu beint á hárin þar til þau eru blaut, sérstaklega á erfiða bletti á ljósum hestum. Látið efnið vinna í eina til tvær mínútur, notið svo klút eða handklæði til að draga óhreinindin úr hárunum.
Nota má Easy-Out í hnakkstæðið og til að flétta fax þar sem það inniheldur ekkert sílikon þótt það gefi fallegan gljáa.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.