Flýtilyklar
Heilsa umhirða hestar
Blue Hors Cool Clay
Blue Hors Cool Clay er sérlega virk leið til að kæla þreytta eða bólgna liði og sinar. 4kg.
Kælandi leir sem dregur úr bólgumyndun og vökvasöfnun strax eftir áverka eða reið. Leirinn mýkir, kælir, minnkar bólgumyndun og dregur hita úr leggjum hestsins.
Notkunarleiðbeiningar:
Hrærið fyrir notkun. Smyrjið þykku lagi af leir á svæðið sem kæla skal. Látið leirinn þorna, en hyljið ekki með umbúðum. Leirinn er síðan fjarlægður með bursta eða þveginn af. Því þykkara sem leirlagið er, því lengur kælir það. Efnið má nota á keppnishesta.
4 kg - innihaldsefni:
Magnesíum súlfat, ísedik, álún, hörfræolía, kaólín, feldspat, kvars, natríumbensónat, lindarvatn
Má ekki bera á sár eða opna húð.
Geymið þar sem börn ná ekki til
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.