Flýtilyklar
Melting & góðgerlar
Blue Hors Psyllium Husk
Psyllium Husk inniheldur mikið magn trefja en er lágt í hitaeiningafjölda. Psyllium Husk hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri meltingarstarfsemi, lækkar insúlín og glúkósa í blóði heilbrigðra hesta eftir máltíðir og eykur þéttni hægða.
Psyllium gagnast einnig þegar losa þarf sand úr meltingarvegi og til að fyrirbyggja stíflumyndun vegna sandsöfnunar.
Leiðbeiningar um notkun:
Hestar með sand í meltingarvegi, mánaðarkúr
500 kg hestur: 100g á dag
350 kg hestur: 70g á dag
Sem stuðningur við heilbrigðan meltingarveg
500 kg hestur: 50g á dag
350 kg hestur: 35g á dag
Mæliglas ca. 50g fylgir
Blandið við kjarnfóður. Hestar verða að hafa aðgang að nægu vatni á meðan notkun stendur
Innihald: Psyllium Husk. Ljósbrúnt duft/kurl.
Geymist í lokuðum umbúðum á þurrum stað.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.