Flýtilyklar
Grasfræblöndur
Garðablanda
Hágæða grasfræblanda í garðflatir, íþróttavelli og brautir golfvalla
Blanda með slitþolnum tegundum sem hentar þar sem álag er mikið. Blandan inniheldur lágar og þéttvaxnar grastegundir og krefst því ekki mjög tíðra slátta, en einnig þolir hún snöggan slátt vel. Mikilvægt er að grasflötin fari ekki loðin undir vetur, það eykur sinumyndun og mosavöxt. Ísáning í eldri flatir á vorin er kjörin til að viðhalda þéttleika grasflatanna. Áburðargjöf og regluleg kölkun eykur endingu og bætir ásýnd grasflatarinnar. Gott er að dreifa áburði 2-3svar yfir sumarið, 2 kg/100 m2 í senn.
Innihald: Vallarrýgresi ROKADE 20%; túnvingull CAPRICCIO/CALLIOPE 20%; rauðvingull MAXIMA 1 45%; sauðvingull RIDU 5%; vallarsveifgras MIRACLE 10%.
Ráðlagt sáðmagn er 2 kg/100 m2
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.