Flýtilyklar
Saltsteinar og saltsteinastatíf
HESTASTEINN
Hestasteinn er saltsteinn með bíótíni og lífrænu seleni.
Gerður úr náttúrulegu salti, auðgaður með stein- og snefilefnum, ásamt vítamínum.
Hestasteinn er saltsteinn fyrir hesta, úr náttúrulegu steinsalti.
Steinninn inniheldur bíótín og lífrænt selen. Bíótín er mikilvægt fyrir frumuefnaskipti og hefur jákvæð áhrif á hófa og hárafar.
Selen og E-vítamín vinna saman að aukinni vöðvavirkni. Lífrænt selen úr geri gerir steininn lystugri og eykur lyst vandlátra hesta á steininum.
Salt finnst í takmörkuðu magni í gróffóðri en er nauðsynlegt til að fullnægja næringarþörfum hesta. Við æfingar, áreynslu og flutninga eykst þörf hesta fyrir salt.
Meðal saltþörf fullorðinna hrossa er um 20-30 g/dag. Hafi hross í stíu frjálsan aðgang að salti allan sólarhringinn getur saltát verið allt að 200 g/dag, með tilheyrandi aukinni þvaglosun og vatnsþörf. Því er æskilegt að hross á húsi hafi aðgang að salti aðeins hluta úr degi.
Greiningarþættir: Natríumklóríð (38,5% natríum), kalsíumkarbónat (0,1% kalsíum), magnesíumoxíð (0,1% magnesíum).
Aukefni á kg:
Snefilefni: Kopar (koparsúlfat, fimmvatnað) E4 – 400 mg, sink (sinkoxíð) 3b603 – 600 mg, mangan (mangan(II)oxíð) 3b502 – 200 mg, joð (kalsíumjoðat) 3b203 – 50 mg, kóbalt (kóbalt(II)karbónat) 3b304 – 12 mg, selen (natríumselenít og selenmeþíónín úr Saccharomyces Cerevisiae NCYC R397 (selenauðgaður ger, óvirkur)) E8, 3b8.11 – 5 mg.
Litarefni: Járn (járnoxíð) E172 – 210 mg.
Vítamín: E-vítamín, 3a700 – 150 mg, bíótín 3a800 – 60 mg.
Geymist á þurrum og köldum stað.
Fæst í 3x2 kg og 10 kg einingum.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.