Skordýravarnir

Flugnabani Sóló 18 - 70fm
Flugnabani Sóló 18 - 70fm

Flugnabani Sóló 18 - 70fm

Vörunúmer SHVYIS3028

18 W vatnsvarinn rafmagns-flugnabani sem verndar allt að 70 m2. Hægt að hengja í loft. Tilvalinn í hjólhýsið, húsbílinn eða tjaldið. 

Verðmeð VSK
11.190 kr.
Verðán VSK 9.024 kr.

Leiðbeiningar:
1. Sóló 18 flugnabanann frá Ykkar má aðeins nota á svæðum sem laus eru við ryk og mögulegar gufublöndur sem gætu valdið sprengihættu. Ef þú hefur einhverjar spurningar ættir þú að snúa þér til eldvarnaeftirlitsins á staðnum áður en tækið er sett upp.
2. Hengið tækið upp í hæð þar sem börn ná ekki til (a.m.k. tveggja metra hæð).
3. Fjarlægið aldrei fastan hluta af tækinu. Ef rafmagnssnúran, lampinn eða einhver annar hlutur tækisins er skemmdur þarf framleiðandinn,  þjónustuaðili á hans vegum eða einhver annar með sams konar kunnáttu að skipta um hlutinn til að forðast hættu.
4. Tryggðu að rafmagn sé tekið af tækinu áður en tækið er þrifið eða lagfært.
5. Aðeins framleiðandi eða rafvirki ættu að gera við tækið. Staðsetning Til að hengja tækið í loft þarf að festa krók í loftið. Einnig er hægt að nota keðju til að stjórna hæð tækisins en tveir metrar frá gólfi er kjörhæð. Einnig má tækið vera frístandandi. Tækið virkar best í dimmasta hluta rýmisins svo ekki ætti að staðsetja það nálægt gluggum, loftopum eða öðrum björtum stöðum.
Förgun: Skila má raf- og rafeindatækjaúrgangi til móttökustöðva sveitafélaga án kostnaðar og ábyrgist sveitafélagið að úrgangurinn verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur.
Ábyrgð: Tveggja ára ábyrgð er á tækinu frá kaupdegi (að undanskilinni peru). Ef tækið bilar við venjulega notkun innan þessa tímabils skal skila því, vandlega innpökkuðu til viðgerðar.

UMBÚÐIR Á ÍSLENSKU MEÐ ÍSLENSKUM LEIÐBEININGUM

ÍTARLEG ÚTLISTUN:
Verndarsvæði: Allt að 70 fermetrar
Rafspenna: 230 Volt
Afl: 18 W
Útfjólublá pera: 1 stk. af 18W Actalite
Stærð: 147x147x307mm
Þyngd: 0,8 kg
Burðarvirki: UV þolið ABS
Vatnsvarið: IPX4
Ábyrgð: 2 ár (þó ekki á peru)

 

Athugið að skipta þarf um perur árlega í öllum flugnabönum.

Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is