Lífland framleiðir ýmsar gerðir af fuglafóðri, svo sem varpfóður, kjúklingafóður, stofnafóður og kalkúnafóður. Markmið Líflands er að bjóða fóður úr úrvals hráefnum framleitt með bestu fáanlegu tækni og þekkingu. Lífland leggur mikið upp úr góðu samstarfi við íslenska bændur og veitir faglega og áreiðanlega ráðgjöf. Fagleg vinnubrögð fyrirtækisins byggja meðal annars á samstarfi við sérfræðinga Trouw Nutrition í Hollandi.
Ef þig vantar frekari upplýsingar hafðu þá samband við söluráðgjafa okkar:
Helena Marta Stefánsdóttir, sími: 540-1135 / helena@lifland.is
Jóhannes Baldvin Jónsson, sími: 540-1139 / johannes@lifland.is