Lífland býður upp á úrval af netum til að girða af garða eða í kringum sumarbústaði. Netið er galvaniserað og plasthúðað og með mismunandi möskvastærð og í mismunandi breidd. Það er ýmist selt í 25 metra rúllum eða í metravís.
Lóðanet
Lóðanetið er galvaniserað tíglanet með 5 sm möskvum. Það býðst í 100, 120, 150 og 200 sm breidd og tveimur víraþykktum, 2ja og 2,7 mm. Netið er aðeins selt í 25 metra rúllum.
Ýmis net
Lífland býður margs konar net s.s. net til fiskþurrkunar, músanet, flugnanet, hænsnanet og múrnet. Netin eru bæði seld í metravís og í heilum rúllum.