Rafgirðingar

Lífland hefur í áratugi boðið upp á úrval af rafgirðingaefni frá Hotline í Englandi og einnig síðustu ár frá Albert Kerbl í Þýskalandi. Hvort heldur er til randbeitar, í smærri hólf eða lengri girðingar, þá veitir starfsfólk allar ráðleggingar varðandi efnisval og útfærslur.

Rafgirðingaspennar
Lífland býður upp á úrval spenna fyrir rafgirðingar. Þeir ganga ýmist fyrir húsarafmagni, rafgeymum og rafhlöðum eða hafa möguleika til að notast við alla þessa aflgjafa. Þá eru einnig til rafstöðvar með sólarspeglum sem sjá um að hlaða rafhlöður eða rafgeyma.

Hér er hægt að nálgast yfirlit yfir rafgirðingarspenna

Plaststaurar
Lífland býður upp á plaststaura til randbeitar ýmist fyrir einn þráð eða fjölþráðastaura. Þá eru einnig á boðstólum plaststaurar í varanlegar girðingar bæði svokallaðir mýrarstaurar fyrir mýkri jarðveg, holtastaurar með kambstáli fyrir grýttan jarðveg og að sjálfsögðu hornstaurar.

Þræðir 
Lífland býður upp á mikið úrval af þræði til randbietar og til að afmarka beitarhólf. Nylonþráður og 5 mm nylonborði er til í nokkrum lengdum ýmist með þremur eða 6 leiðurum. Þá býðst einnig 6 mm randbeitarkaðall sem er einkar hentugur til að afmarka hólf fyrir hrossabeit.

Einangrarar
Lífland býður mikið úrval af einangrurum sem ýmist eru skrúfaðir eða negldir eru á tréstaura, skrúfaðir á járnstaura eða svokallaður hanafótur sem heldur rafmagnsþræðinum í ákveðinni fjarlægð frá staurunum.

Hlið og hliðhandföng
Lífland býður nokkrar tegundir af hliðhandföngum en einnig teygjuhlið og gormahlið auk hliðkróka ýmist fyrir tré- eða járnstaura.

Jarðleiðslur
Lífland býður upp á tvær þykktir af jarðleiðslum, 1,6 og 2,5 mm. Jarðleiðslurnar koma í rúllum af mismunandi lengd ein einnig er hægt að kaupa þykkari leiðsluna í metravís.

Þráðspólur
Lífland býður upp á þráðspólur til að vinda þráð, borða eða kaðal upp á svo ekki fari allt í flækju.
Rafhlöður
Úrval af rafhlöðum ýmist 6 eða 9 volta fyrir hinar ýmsu tegundir af rafmagnsspennum.

Pólmælar
Pólmælar til að mæla spennu á rafgirðingum eru til af ýmsum gerðum bæði einfaldir sem sýna aðeins hvort spenna er á girðingunni eða fullkomnari sem sýna hversu mikil spennan er. 

Víratengi
Lífland býður upp á grippletengi, stundum nefnt griptengi, og víraklemmur til að setja saman þanvír eða net en einnig boltatengi til að tengja vír til að leiða rafmagn milli strengja.

Kynnið ykkur úrvalið í vefverslun Líflands

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana