Grasfræblöndur

Lífland býður upp á gott úrval af grasfræblöndum fyrir græn svæði, flatir og brautir golfvalla, rofin og röskuð svæði og fleira. Kynntu þér úrvalið:

Garðablanda - Brautarblanda

Blandan hentar vel í garðflatir, íþróttavelli og brautir golfvalla. 
Blandan myndar slitsterka flöt og hentar vel þar sem mikið álag er. Lágvaxið og þéttvaxið gras og þarf því ekki tíðan slátt en þolir vel að vera snöggslegið. Mikilvægt að það fari ekki loðið undir vetur. Það getur verið gott að endursá í grasflatir á vorin til þess að viðhalda fínleikanum.

Fæst í 1 og 10 kg sekkjum.

Uppgræðslublanda

Er einkum ætluð til að loka sárum, sá í rofabörð og hentar einnig vel í opin svæði sem fá lágmarksumhirðu. Túnvingull er vetrar– og þurrkþolinn og myndar þéttan svörð. Vallarsveifgras er vetrarþolið og skriðult og lokar vel eyðum. Vallarrýgresið er fljótt til og er mikilvægt til að binda jarðveginn sem fyrst auk þess að mynda mikinn lífrænan massa sem hjálpar til við bindingu jarðvegs. Sauðvingull myndar þéttan svörð sem bindur yfirborðið vel og hindrar 
frostlyftingu.

Fæst í 1 og 10 kg sekkjum.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana