Lífland á fyrirliggjandi grasfræ í hreinum stofnum, þ.e. óblönduðu fræi, sem er sérstaklega hentugt fyrir stærri notendur sem vilja blanda eigin blöndur til uppgræðslu raskaðra og rofinna svæða, vegkanta, fyrir túnþökuræktun o.fl.
Túnvingull RUBIN: Nægjusöm og harðgerð grastegund sem hentug er til að binda jarðveg og draga úr frostlyftingu. Túnvingull er lykiltegundin í flestum grasfræblöndum fyrir grasflatir.
Fæst í 10 kg sekkjum.
Sauðvingull CRYSTAL: Líkt og túnvingull er sauðvingull harðgerður og þurrkþolinn en sérlega hentugur til bindingar á yfirborði og því gjarnan notaður með túnvingli og vallarsveifgrasi við uppgræðslu raskaðra og rofinna svæða.
Fæst í 10 kg sekkjum.
Vallarsveifgras KUPOL: Harðgerð grastegund sem er bæði skriðul og svarðarmyndandi og hentar því vel til að tryggja góða lokun grassvarðar í kjölfar sáningar. Vallarsveifgras tryggir einnig gott slitþol grassvæða þar sem það er duglegt að loka sárum. Gjarnan notað í 10-20% hlutfalli á móti öðrum tegundum.
Fæst í 10 kg sekkjum.
Annað:
Í verslun okkar, Lynghálsi 3, Reykjavík, má nálgast fræ af ýmsum tegundum nytjajurta sem geta reynst gagnlegar við uppgræðslu raskaðra eða rofinna svæða og eins til lokunar á garðlöndum. Hægt er að fá eftirfarandi tegundir afgreiddar eftir vigt sem hentar hinum almenna garðeiganda vel:
Rauðsmári YNGVE: Góður til íblöndunar með grasfræi þegar ætlunin er að græða upp raskað land. Bindur köfnunarefni og minnkar þar með áburðarþörf og myndar fallega blómstrandi breiður þegar líður á sumar. Nauðsynlegt er að fá bakteríusmit með smárafræinu, en það fæst einnig hjá Líflandi.
Hvítsmári UNDROM: Góður til íblöndunar með grasfræi þegar ætlunin er að mynda grasflatir sem sjá um sig sjálfar og þarfnast lítils viðhalds. Hentar einnig í blöndu með grasfræi þar sem ætlunin er að græða upp raskað land. Nauðsynlegt er að fá bakteríusmit með smárafræinu, en það fæst einnig hjá Líflandi.
Hafrar: Tilvalið er að sá höfrum þegar gömlum garðlönd eru hvíld. Að hausti má svo plægja hafrana niður og auka þar með lífrænt innihald jarðvegs.
Vetrarrýgresi: Hraðsprottin og dugleg grastegund sem hentar vel þar sem ætlunin er að loka gömlum garðlöndum eða þar sem ætlunin er að fá upp náttúrulegt gróðurfar. Vetrarrýgresið er einært en myndar mikinn lífmassa sem bindur yfirborð og býr í haginn fyrir landnám villtra tegunda sem finna má í umhverfinu.
ATH! ofangreindar tegundir fást einnig í stærri einingum hjá sölumönnum Líflands í s. 540-1100 eða lifland@lifland.is.