Stein- og snefilefnaskortur er algengt vandamál í íslenskum landbúnaði. Því er mikilvægt fyrir búfjáreigendur að hyggja vel að bætiefnagjöf sem samræmist best því gróf- og kjarnfóðri sem gefið er hverju sinni. Lífland býður upp á fjölbreytt úrval bætiefna og fóðurtengdra hjálparefna fyrir búfénað. Meðal annars við kálfaskitu, selenskorti, doða, súrdoða og öðrum þekktum kvillum. Þessum vörum má skipta í fjóra flokka sem skoða má nánar í valstiku á vinstri hönd.
Viðskiptavinir eru hvattir til þess að leita ráðgjafar við val á bætiefnum, en Lífland leggur upp úr góðri, faglegri ráðgjöf.
Kynnið ykkur úrvalið í vefverslun Líflands