Flýtilyklar
Bækur
Knapamerki 4
Í fjórða hefti Knapamerkjanna er farið er nokkuð djúpt í viðfangsefnin, sérstaklega hugtakanotkun og skilning auk þess sem gerðar eru kröfur til knapans um að temja sér nákvæm vinnubrögð við þjálfum hestsins.
Knapamerkin eru flestum hestamönnum á Íslandi kunn en þetta stigskipta reiðkennslukerfi telur til fimm stiga bæði á íslensku og ensku.
Markmiðið með Knapamerkjunum er að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku og hestaíþróttum og auðvelda aðgengi, bæta þekkingu, meðferð og notkun á hestinum.
Höfundur bókanna er Helga Thoroddsen en Knapamerkin eru í umsjón og ábyrgð Háskólans á Hólum sem er jafnframt útgefandi námsefnisins. Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn til að byggja á og bæta sig. Bóklega efnið er líklega besta og viðamesta efnið sem til er um íslenska reiðmennsku og eykur
skilning á hestinum og reiðmennsku.
Í fjórða hefti Knapamerkjanna sem er auk þess það viðamesta og tengir við stig 1, 2 og 3. Farið er nokkuð djúpt í viðfangsefnin sérstaklega hugtakanotkun og skilning auk þess sem gerðar eru kröfur til knapans um að temja sér nákvæm vinnubrögð við þjálfum hestsins. Helstu atriði sem fjallað er um í heftinu:
- Knapinn og forsendur hans til að stunda hestamennsku
- Helstu þjálfunarhugtök og skilgreiningar þeirra
- Framhaldsþjálfun fimiæfinga og gangtegunda
- Blaðsíðufjöldi: 194.
- Höfundur: Helga Thoroddsen
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.