Flýtilyklar
Hnakkar
EQUES - Champion A
Eques Champion hnakkurinn er hannaður af afreksknapanum Guðmundi Björgvinssyni.
Helstu sérkenni Champion eru vinklaðir hnépúðar og aðeins afturdregið sæti. Dýpsti punktur hnakksins er örlítið aftar en á hinum Eques hnökkunum. Sætið getur hjálpað knapanum að ríða hestinum fram og inn undir sig. Champion hnakkurinn er byggður á Eques A virkinu.
- Mjúkt kálfsleður sem gefur gott grip
- Þriggja laga latexfylling
- Sveigjanlegt virki sem er örlítið þrengra en venjulega og rúnaðra að aftan
- Hægt að skipta um járn að framan til að breikka eða þrengja hnakkinn
" Í gegnum reynslu mína af keppni á hæsta stigi um árabil ásamt sýningum á kynbótahrossum hef ég komist að því hvaða eiginleikar skipta mestu máli í hönnun hnakks. Ég tel það vera gott jafnvægi á milli stuðnings og frelsis fyrir bæði hest og knapa. Þar að auki skiptir það máli að hnakkurinn hefur útlit sem ber með sér gæði og fágun. Í samstarfi við Eques hef ég hannað hnakkinn Champion sem uppfyllir þessar kröfur. "
- Guðmundur Björgvinsson
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.