Flýtilyklar
Brauðmolar
Flokkar
-
Undirburður
Lífland býður upp á gott úrval af undirburðarvörum, spónaköggla, spæni, sag og hið rómaða sótthreinsiduft, Sti-ren. Notkun undirburðar hefur aukist mjög, einkum meðal kúa- og sauðfjárbænda, sem hafa uppgötvað gildi hans til þurrkunar og sótthreinsunar, enda hægt að hafa bein áhrif á tíðni júgurbólgu, hækkaða frumutölu- og líftölu í mjólk o.fl. Kynni ykkur undirburðarúrvalið hjá okkur og leitið ráða hjá sölumönnum.
-
Sáðvara
Lífland hefur um langt árabil verið í fararbroddi þegar kemur að úrvali sáðvöru sem gefið hefur góða raun við íslenskar aðstæður. Við bjóðum upp á gæðavöru, m.a. frá SW Seed í Svíþjóð (áður Svalöf) og Boreal í Finnlandi en þessi fyrirtæki eru leiðandi á sínum sviðum og hafa unnið mikið að kynbótum á nytjaplöntum fyrir norðlægar aðstæður. Lífland býður einnig upp á grasfræ og grasfræblöndur sem henta í grasflatir og til uppgræðslu á röskuðum svæðum og bjóðum við upp á túnvingul, sauðvingul, vallarveifgras, vallarrýgresi og fleiri valkosti í slíkt.
Framboð Líflands af sáðvöru tekur að stóru leyti mið af þeim yrkjum sem gefið hafa besta raun í yrkjatilraunum Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur Lífland átt gott samstarf við íslenska jarðræktarsérfræðinga um yrkjaval. Jafnframt hefur verið leitast eftir því að eiga gott samstarf við bændur sem hafa hug á því að reyna ræktun nýrra tegunda og yrkja.
Starfsfólk Líflands er boðið og búið að veita þér faglega ráðgjöf um val á réttu sáðvörunni. Lífland býður gæðavöru á góðu verði og leitast við að tryggja skjóta og skilvirka þjónustu þegar sáðvélarnar þurfa að komast hratt yfir.
Leit
Karfa
- Top Reiter
- Fatnaður
- Hestavörur
- Landbúnaðarvörur
- Rekstrarvörur
- Undirburður
- Girðingaefni
- Sáðvara
- Áburður
- Gæludýravörur
- Matvara
- Gjafavara
- Útigangurinn